Sveitarfélögin eiga að vera jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 28. mars 2022 07:30 Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun