Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 12:00 Birkir Bjarnason setur nú nýtt landsleikjamet í hverjum leik. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira