Liðsfélagarnir sjá miklar framfarir hjá yngsta Íslendingnum í bestu deild heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 16:00 Andri Már Rúnarsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson en Gaupi vildi frá að vita hvernig handboltalífið hans gengi hjá Styuttgart í Þýskalandi. Stöð 2 Sport Andri Már Rúnarsson sló í gegn með Fram í Olís deild karla á síðustu leiktíð. Það vakti mikla athygli þegar hann samdi við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart þar sem honum var hent beint í djúpu laugina. Guðjón Guðmundsson ræddi við yngsta atvinnumann Íslands í bestu handbolta deild heims en Anton Már tók stökkið síðasta sumar. „Þetta er allt annað en þegar maður var hérna heima. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar ég var að venjast nýju umhverfi og nýju liði. Ég kunni tungumálið og það hjálpaði mér mjög mikið. Þetta er sterkasta deild í heimi og maður finnur alveg fyrir því, bæði á æfingum sem og í leikjum,“ sagði Andri Már Rúnarsson. „Ég spilaði miklu meira í byrjun en ég bjóst við og fékk þá mjög dýrmætar mínútur. Þær eru aðeins búnar að minnka upp á síðkastið en ég er ennþá með hlutverk og það gengur vel,“ sagði Andri Már. Gaupi vildi fá að vita hvort að Andra hafi fundist honum hlaupa á vegg þegar hann kom inn í þýsku deildina eftir að hafa spilað í Olís deildinni. Klippa: Ræddi við yngsta Íslendinginn í bestu deild heims „Nei ég myndi ekki segja það. Ég vissi sirka út í hvað ég væri að fara. Ég fór líka í æfingabúðir hjá þeim og fékk þá að vera á æfingum þegar þeir vildu skoða mig. Þá fann ég alveg fyrir gæðunum á æfingunum og allt svoleiðis. Svo er ég búinn að vera að fylgjast með þessari deild síðan ég var lítill,“ sagði Andri Már. Í Þýskalandi er mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Ég hef alveg fundið fyrir því að menn eru stórir og sterki í þessar deild. Maður vinnur núna í því markvisst. Ég tek þessar aukaæfingar og lyfti vel en samt ekki of mikið. Ég verð að gera þetta skref fyrir skref. Það er klárlega á dagskránni að bæta líkamlegan styrk og verða betri,“ sagði Andri Már. Hvar sér Andri sjálfan sig vera að spila eftir tvö til þrjú ár? „Það er góð spurning. Bara í stærra hlutverki, búinn að koma mér inn í deildina, vera í góðu hlutverki og spila mikið,“ sagði Andri Már. En er hann ekki líka að horfa á A-landslið karla? „Jú auðvitað. Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og það er eitt af mínu stóru markmiðunum akkúrat núna. Ég vinn markvisst að því,“ sagði Andri Már. Þjálfararnir hans sjá framfarir hjá kappanum. „Já þeir segja það þjálfararnir og leikmenn í kringum mig. Ég finn ekki mikið fyrir því en ég og þjálfarinn tóku gott spjall um áramótin. Leikmennirnir hafa sagt að frá því að ég kom fyrst í ágúst þá sjá þeir miklar framfarir,“ sagði Andri Már. Það má horfa á allt viðtalið við Andra Már hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við yngsta atvinnumann Íslands í bestu handbolta deild heims en Anton Már tók stökkið síðasta sumar. „Þetta er allt annað en þegar maður var hérna heima. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar ég var að venjast nýju umhverfi og nýju liði. Ég kunni tungumálið og það hjálpaði mér mjög mikið. Þetta er sterkasta deild í heimi og maður finnur alveg fyrir því, bæði á æfingum sem og í leikjum,“ sagði Andri Már Rúnarsson. „Ég spilaði miklu meira í byrjun en ég bjóst við og fékk þá mjög dýrmætar mínútur. Þær eru aðeins búnar að minnka upp á síðkastið en ég er ennþá með hlutverk og það gengur vel,“ sagði Andri Már. Gaupi vildi fá að vita hvort að Andra hafi fundist honum hlaupa á vegg þegar hann kom inn í þýsku deildina eftir að hafa spilað í Olís deildinni. Klippa: Ræddi við yngsta Íslendinginn í bestu deild heims „Nei ég myndi ekki segja það. Ég vissi sirka út í hvað ég væri að fara. Ég fór líka í æfingabúðir hjá þeim og fékk þá að vera á æfingum þegar þeir vildu skoða mig. Þá fann ég alveg fyrir gæðunum á æfingunum og allt svoleiðis. Svo er ég búinn að vera að fylgjast með þessari deild síðan ég var lítill,“ sagði Andri Már. Í Þýskalandi er mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Ég hef alveg fundið fyrir því að menn eru stórir og sterki í þessar deild. Maður vinnur núna í því markvisst. Ég tek þessar aukaæfingar og lyfti vel en samt ekki of mikið. Ég verð að gera þetta skref fyrir skref. Það er klárlega á dagskránni að bæta líkamlegan styrk og verða betri,“ sagði Andri Már. Hvar sér Andri sjálfan sig vera að spila eftir tvö til þrjú ár? „Það er góð spurning. Bara í stærra hlutverki, búinn að koma mér inn í deildina, vera í góðu hlutverki og spila mikið,“ sagði Andri Már. En er hann ekki líka að horfa á A-landslið karla? „Jú auðvitað. Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og það er eitt af mínu stóru markmiðunum akkúrat núna. Ég vinn markvisst að því,“ sagði Andri Már. Þjálfararnir hans sjá framfarir hjá kappanum. „Já þeir segja það þjálfararnir og leikmenn í kringum mig. Ég finn ekki mikið fyrir því en ég og þjálfarinn tóku gott spjall um áramótin. Leikmennirnir hafa sagt að frá því að ég kom fyrst í ágúst þá sjá þeir miklar framfarir,“ sagði Andri Már. Það má horfa á allt viðtalið við Andra Már hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira