Tíu innlagnir á Landspítala vegna inflúensu síðustu þrjár vikur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 16:15 Tiltölulega fáir hafa verið lagðir inn á spítala vegna inflúensu það sem af er ári en margir eru nú að greinast. Vísir/Vilhelm Inflúensa er nú í vexti á Íslandi en það sem af er vetri hafa 230 inflúensutilfelli greinst, þar af um 200 á síðustu þremur vikum, auk þess sem 292 tilfelli til viðbótar hafa verið greind án rannsóknar. Þrátt fyrir að Covid-tilfellum fari fækkandi er enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu. Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01
Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01