Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 23:42 Kinnhesturinn sem Smith veitti Rock á sviðinu hefur vakið heimsathygli. Myung Chun/Los Angeles Times via Getty Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. Í færslu sem Smith birti á samfélagsmiðlum nú fyrir skemmstu segir hann að ofbeldi sé „eitrað og eyðileggjandi, í öllum sínum birtingarmyndum.“ „Hegðun mín á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi var óásættanleg og óafsakanleg. Brandarar á minn kostnað eru hluti starfsins, en brandari um sjúkdóm Jada var of mikið fyrir mig og ég brást við af tilfinningasemi,“ segir Smith. Í færslunni biður hann Rock opinberlega afsökunar og segist hafa breytt rangt. Hann skammist sín fyrir gjörðir sínar, sem endurspegli ekki hvaða mann hann hafi að geyma. Þá sé ekkert pláss fyrir ofbeldi í heimi „ástar og kærleiks,“ eins og hann orðar það. „Ég vil líka biðja kvikmyndaakademíuna afsökunar, framleiðendur þáttarins, alla gesti og alla þá sem horfðu um víða veröld,“ skrifar hann. Eins biður hann Williams-fjölskylduna afsökunar, sem og þá sem komu að gerð myndarinnar King Richard, sem hann vann Óskarsverðlaun fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki, en myndin fjallar um samband tennissystranna Venus og Serenu við föður sinn, Richard. „Mér þykir leitt að hegðun mín hafi varpað skugga á annars hamingjuríkt ferðalag okkar. Ég er enn óklárað verk. Innilega, Will.“ Akademían óánægð Margir meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar eru sagðir æfir vegna uppákomunnar. Rolling Stone hefur rætt við nokkra meðlimi akademíunnar, sem fengust til að koma í viðtal vegna málsins gegn því að vera veitt nafnleynd. Einn þeirra segir að Smith hefði auðveldlega getað brugðist við brandaranum úr sæti sínu. „Þess í stað ákvað hann að labba einhver tuttugu skref og slá Rock.“ Fleiri sem Rolling Stone ræddi við segja að brandarinn örlagaríki hafi ekki verið hluti af æfingu fyrir hátíðina, sem hafði farið fram nokkrum dögum áður. Smith veitti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum viðtöku í nótt, fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard.Myung Chun/Los Angeles Times via Getty Atvikið skyggði á hátíðina Rolling Stone hefur það þá eftir heimildum að höggið sem Smith veitti Rock hefði skyggt á það sem eftir lifði verðlaunaafhendingar, sérstaklega á verðlaunin fyrir bestu heimildamynd, sem Rock veitti myndinni Questlove, skömmu eftir að Smith fór upp á sviðið og sló hann. Þannig hafi margir gestir ekkert fylgst með ræðu aðstandenda myndarinnar, heldur verið uppteknir við að horfa á myndband af högginu í snjallsímum sínum. Afleiðingarnar muni koma í ljós Hvorki Smith né Rock létu sjá sig á Governors-dansleiknum, sem er eins konar eftirpartý sem haldið er beint eftir verðlaunaafhendinguna, og sigurvegarar kvöldsins eru þar oftar en ekki hrókar alls fagnaðar. Líkt og áður sagði vann Smith sín fyrstu Óskarsverðlaun á hátíðinni, fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard. Smith mætti hins vegar í Vanity Fair-veisluna síðar um nóttina, og er sagður hafa hagað sér eins og ekkert hafi í skorist. Rolling Stone hefur hins vegar eftir Howard Bragman, fjölmiðlafulltrúa sem sérhæfir sig í krísustjórnun (e. crisis publicist) að Smith muni líklega finna fyrir einhverjum afleiðingum vegna málsins, sem hafi vakið upp spurningar um dómgreind hans. „Hann verður krufinn eins og froskur í náttúrufræðitíma á næstu dögum og vikum. Líkt og áður hefur verið greint frá er kvikmyndaakademían nú með málið til rannsóknar, en meðal þess sem er til skoðunar er að svipta Smith Óskarsverðlaununum sem hann hlaut. Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Í færslu sem Smith birti á samfélagsmiðlum nú fyrir skemmstu segir hann að ofbeldi sé „eitrað og eyðileggjandi, í öllum sínum birtingarmyndum.“ „Hegðun mín á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi var óásættanleg og óafsakanleg. Brandarar á minn kostnað eru hluti starfsins, en brandari um sjúkdóm Jada var of mikið fyrir mig og ég brást við af tilfinningasemi,“ segir Smith. Í færslunni biður hann Rock opinberlega afsökunar og segist hafa breytt rangt. Hann skammist sín fyrir gjörðir sínar, sem endurspegli ekki hvaða mann hann hafi að geyma. Þá sé ekkert pláss fyrir ofbeldi í heimi „ástar og kærleiks,“ eins og hann orðar það. „Ég vil líka biðja kvikmyndaakademíuna afsökunar, framleiðendur þáttarins, alla gesti og alla þá sem horfðu um víða veröld,“ skrifar hann. Eins biður hann Williams-fjölskylduna afsökunar, sem og þá sem komu að gerð myndarinnar King Richard, sem hann vann Óskarsverðlaun fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki, en myndin fjallar um samband tennissystranna Venus og Serenu við föður sinn, Richard. „Mér þykir leitt að hegðun mín hafi varpað skugga á annars hamingjuríkt ferðalag okkar. Ég er enn óklárað verk. Innilega, Will.“ Akademían óánægð Margir meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar eru sagðir æfir vegna uppákomunnar. Rolling Stone hefur rætt við nokkra meðlimi akademíunnar, sem fengust til að koma í viðtal vegna málsins gegn því að vera veitt nafnleynd. Einn þeirra segir að Smith hefði auðveldlega getað brugðist við brandaranum úr sæti sínu. „Þess í stað ákvað hann að labba einhver tuttugu skref og slá Rock.“ Fleiri sem Rolling Stone ræddi við segja að brandarinn örlagaríki hafi ekki verið hluti af æfingu fyrir hátíðina, sem hafði farið fram nokkrum dögum áður. Smith veitti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum viðtöku í nótt, fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard.Myung Chun/Los Angeles Times via Getty Atvikið skyggði á hátíðina Rolling Stone hefur það þá eftir heimildum að höggið sem Smith veitti Rock hefði skyggt á það sem eftir lifði verðlaunaafhendingar, sérstaklega á verðlaunin fyrir bestu heimildamynd, sem Rock veitti myndinni Questlove, skömmu eftir að Smith fór upp á sviðið og sló hann. Þannig hafi margir gestir ekkert fylgst með ræðu aðstandenda myndarinnar, heldur verið uppteknir við að horfa á myndband af högginu í snjallsímum sínum. Afleiðingarnar muni koma í ljós Hvorki Smith né Rock létu sjá sig á Governors-dansleiknum, sem er eins konar eftirpartý sem haldið er beint eftir verðlaunaafhendinguna, og sigurvegarar kvöldsins eru þar oftar en ekki hrókar alls fagnaðar. Líkt og áður sagði vann Smith sín fyrstu Óskarsverðlaun á hátíðinni, fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard. Smith mætti hins vegar í Vanity Fair-veisluna síðar um nóttina, og er sagður hafa hagað sér eins og ekkert hafi í skorist. Rolling Stone hefur hins vegar eftir Howard Bragman, fjölmiðlafulltrúa sem sérhæfir sig í krísustjórnun (e. crisis publicist) að Smith muni líklega finna fyrir einhverjum afleiðingum vegna málsins, sem hafi vakið upp spurningar um dómgreind hans. „Hann verður krufinn eins og froskur í náttúrufræðitíma á næstu dögum og vikum. Líkt og áður hefur verið greint frá er kvikmyndaakademían nú með málið til rannsóknar, en meðal þess sem er til skoðunar er að svipta Smith Óskarsverðlaununum sem hann hlaut.
Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42