Siakam sendi þunnskipað lið Boston niður um þrjú sæti Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 07:30 Pascal Siakam keyrir framhjá Aaron Nesmith í sigri Toronto Raptors í nótt. AP/Frank Gunn Pascal Siakam skoraði 40 stig þegar Toronto Raptors unnu mikilvægan sigur og sendu Boston Celtics niður úr efsta sæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var annar tveggja leikja sem fóru í framlengingu. Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira