UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu Heimsljós 29. mars 2022 10:10 UN WOMEN Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women). UN Women segir að samtökin starfi í þágu jaðarsettustu kvenna Úkraínu, ekki síst kvenna með HIV, heimilislausra kvenna sem margar sem höfðu flúið átökin á Krímskaga, kvenna sem neyta ávanabindandi lyfja og kvenna í kynlífsiðnaði og vændi. Club Eney hefur þurft að bregðast hratt við og aðlaga starfsemi sína að gjörbreyttum aðstæðum eftir að innrásina svo þau geti áfram veitt konum þjónustu og ráðgjöf. Áður höfðu samtökin þurft að bregðast við breyttu landslagi sökum COVID-19 heimsfaraldursins. „Það er gríðarlega mikilvægt að jaðarsettir samfélagshópar gleymist ekki á tímum átaka, líkt og hætta er á. UN Women hefur frá upphafi unnið náið með grasrótarsamtökum í hverju landi þar sem UN Women starfar. Kvenrekin grasrótarsamtök búa yfir staðbundinni þekkingu, lausnum og grunnstoðum sem UN Women styrkir með fjármagni, leiðsögn og búnaði,“ segir í frétt UN Women. Almenningur vill ekki styðja við þessar konur „Fjármagn til okkar var takmarkað fyrir, en hvarf nánast þegar átökin hófust. Almenningur vill ekki styðja við konur í vændi, konur sem neyta eiturlyfja eða konur með HIV. Þess vegna þurftum við nauðsynlega á alþjóðlegum fjárstuðningi að halda,“ sagði Vielta Parkhomenko formaður samtakanna um fjárveitinguna frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna. COVID-19 heimsfaraldurinn hafði að sögn UN Women þegar skert aðgengi þessara kvenna að lífsbjargandi þjónustu, meðal annars vegna reglna um fjöldatakmarkanir, sóttkví og einangrun, og almennra lokana. Með fjárstyrknum gat Club Eney aðlagað starf sitt að breyttum aðstæðum og starfað áfram þrátt fyrir COVID-19 takmarkanir. Stuðningurinn gerir þeim kleift að halda áfram að þjónusta jaðarsettar konur á stríðstímum. Samtökin starfa meðal annars í borgunum Kyiv, Poltava, Cherkasy, Kryvyi Rih og Ternopil. Styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna um afnáms ofbeldis gegn hefur starfað frá árinu 1996 og markmið hans er að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim. Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Á tímum átaka margfaldast tíðni heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis, sérstaklega í garð berskjaldaðra hópa. „Það er því afskaplega mikilvægt að samtök á borð við Club Eney geti áfram veitt þjónustu og stuðning á tímum sem þessum,“ segir landsnefnd UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
UN Women segir að samtökin starfi í þágu jaðarsettustu kvenna Úkraínu, ekki síst kvenna með HIV, heimilislausra kvenna sem margar sem höfðu flúið átökin á Krímskaga, kvenna sem neyta ávanabindandi lyfja og kvenna í kynlífsiðnaði og vændi. Club Eney hefur þurft að bregðast hratt við og aðlaga starfsemi sína að gjörbreyttum aðstæðum eftir að innrásina svo þau geti áfram veitt konum þjónustu og ráðgjöf. Áður höfðu samtökin þurft að bregðast við breyttu landslagi sökum COVID-19 heimsfaraldursins. „Það er gríðarlega mikilvægt að jaðarsettir samfélagshópar gleymist ekki á tímum átaka, líkt og hætta er á. UN Women hefur frá upphafi unnið náið með grasrótarsamtökum í hverju landi þar sem UN Women starfar. Kvenrekin grasrótarsamtök búa yfir staðbundinni þekkingu, lausnum og grunnstoðum sem UN Women styrkir með fjármagni, leiðsögn og búnaði,“ segir í frétt UN Women. Almenningur vill ekki styðja við þessar konur „Fjármagn til okkar var takmarkað fyrir, en hvarf nánast þegar átökin hófust. Almenningur vill ekki styðja við konur í vændi, konur sem neyta eiturlyfja eða konur með HIV. Þess vegna þurftum við nauðsynlega á alþjóðlegum fjárstuðningi að halda,“ sagði Vielta Parkhomenko formaður samtakanna um fjárveitinguna frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna. COVID-19 heimsfaraldurinn hafði að sögn UN Women þegar skert aðgengi þessara kvenna að lífsbjargandi þjónustu, meðal annars vegna reglna um fjöldatakmarkanir, sóttkví og einangrun, og almennra lokana. Með fjárstyrknum gat Club Eney aðlagað starf sitt að breyttum aðstæðum og starfað áfram þrátt fyrir COVID-19 takmarkanir. Stuðningurinn gerir þeim kleift að halda áfram að þjónusta jaðarsettar konur á stríðstímum. Samtökin starfa meðal annars í borgunum Kyiv, Poltava, Cherkasy, Kryvyi Rih og Ternopil. Styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna um afnáms ofbeldis gegn hefur starfað frá árinu 1996 og markmið hans er að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim. Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Á tímum átaka margfaldast tíðni heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis, sérstaklega í garð berskjaldaðra hópa. „Það er því afskaplega mikilvægt að samtök á borð við Club Eney geti áfram veitt þjónustu og stuðning á tímum sem þessum,“ segir landsnefnd UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent