Stjórnarmaður Hauka í bann vegna fölsunar Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 12:30 Stjórnarmaður Hauka í Hafnarfirði, Ellert Ingi Hafsteinsson, má ekki sinna stjórnunarstörfum í fótbolta næstu sex mánuði. vísir/vilhelm Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Haukum 3-0 tap gegn ÍH í Lengjubikar karla í fótbolta eftir að í ljós kom að Haukar tefldu fram ólöglegum leikmanni undir nafni leikmanns sem var í einangrun vegna kórónuveirusmits. Haukar þurfa að greiða samtals 160.000 krónur í sektir vegna málsins og Ellert Ingi Hafsteinsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Hauka, var úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu fyrir að bera ábyrgð á fölsun leikskýrslu. Haukar skoruðu sex mörk í leiknum gegn engu marki ÍH en var dæmt tap þar sem að Gunnar Darri Bergvinsson kom inn á snemma í seinni hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki verið búinn að fá leikheimild eftir komuna til Hauka frá Dalvík/Reyni. Báru við örvæntingu vegna manneklu Leikur Hauka og ÍH fór fram 19. febrúar en Gunnar Darri fékk leikheimild viku síðar. Gunnar Darri hafði reyndar æft með Haukum frá áramótum en mistök réðu því að ekki var búið að ganga löglega frá félagaskiptum fyrir hann. Vegna manneklu, meðal annars vegna kórónuveirusmita, voru Haukar aðeins með tvo löglega varamenn til taks og skráðu þeir Gunnar Darra undir öðru nafni sem þriðja varamann. Valið var nafn á leikmanni sem var heima vegna smits. Haukar viðurkenndu að hafa falsað leikskýrsluna og báru við örvæntingu vegna manneklu. Fölsunin er í raun aðskilið brot frá því að tefla fram ólöglegum leikmanni. Fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni fengu Haukar 60.000 króna sekt og var dæmt tap, en fyrir að falsa skýrsluna vísvitandi fengu þeir að auki 100.000 króna sekt og ábyrgðaraðili, fyrrnefndur Ellert Ingi, sex mánaða bann frá störfum. Íslenski boltinn Haukar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Haukar þurfa að greiða samtals 160.000 krónur í sektir vegna málsins og Ellert Ingi Hafsteinsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Hauka, var úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu fyrir að bera ábyrgð á fölsun leikskýrslu. Haukar skoruðu sex mörk í leiknum gegn engu marki ÍH en var dæmt tap þar sem að Gunnar Darri Bergvinsson kom inn á snemma í seinni hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki verið búinn að fá leikheimild eftir komuna til Hauka frá Dalvík/Reyni. Báru við örvæntingu vegna manneklu Leikur Hauka og ÍH fór fram 19. febrúar en Gunnar Darri fékk leikheimild viku síðar. Gunnar Darri hafði reyndar æft með Haukum frá áramótum en mistök réðu því að ekki var búið að ganga löglega frá félagaskiptum fyrir hann. Vegna manneklu, meðal annars vegna kórónuveirusmita, voru Haukar aðeins með tvo löglega varamenn til taks og skráðu þeir Gunnar Darra undir öðru nafni sem þriðja varamann. Valið var nafn á leikmanni sem var heima vegna smits. Haukar viðurkenndu að hafa falsað leikskýrsluna og báru við örvæntingu vegna manneklu. Fölsunin er í raun aðskilið brot frá því að tefla fram ólöglegum leikmanni. Fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni fengu Haukar 60.000 króna sekt og var dæmt tap, en fyrir að falsa skýrsluna vísvitandi fengu þeir að auki 100.000 króna sekt og ábyrgðaraðili, fyrrnefndur Ellert Ingi, sex mánaða bann frá störfum.
Íslenski boltinn Haukar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira