Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:01 Anna Þorsteinsdóttir fyrir utan The Sushi Train í Tryggvagötu sem hún rekur ásamt bróður sínum. Framkvæmdirnar má sjá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg. Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“ Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins Sjá meira
Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins Sjá meira