Jón Daði Böðvarsson: Af og til kannski of mikil virðing Sverrir Mar Smárason skrifar 29. mars 2022 22:03 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því pólska. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson leiddi framlínu íslenska A-landsliðs karla í knattspyrnu í vondu 5-0 tapi gegn Spáni í Corona á Spáni í kvöld. Jón Daði sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og sagði leikinn hafa verið virkilega erfiðan. „Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41