Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stendur fyrir opnum fundi í Ráðhúsinu á föstudaginn, þann 1. apríl næstkomandi. Á fundinum kynnir borgarstjóri nýjar áherslur í uppbyggingu íbúða í borginni og þá munu fjölmargir aðilar kynna áform sín um uppbyggingu sem hefst á þessu ári, segir í tilkynningunni.
Þá segir að borgin hyggist hraða uppbyggingu íbúða í Reykjavík en til stendur að úthluta allt að fjórðungi lóða til óhagnaðardrifinna félaga. Áformin eru hluti af Græna plani Reykjavíkurborgar.