Rory McIlroy: Yrði stórkostlegt fyrir golfið ef Tiger Woods spilar á Masters Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 13:01 Tiger Woods og Rory McIlroy eru hér á góðri stundu og í góðum hópi með þeim Jack Nicklaus og Gary Player. Getty/Tom Pennington Mikill spenningur er í golfheiminum í aðdraganda Mastersmótsins, fyrsta risamóti ársins, eftir að það fréttist af því að Tiger Woods ætli mögulega að vera með. Tiger Woods spilaði heilan hring á Augusta National golfvellinum á þriðjudaginn sem ýtti undir væntingarnar um að hann verði með á mótinu. Tiger hefur ekki keppt á alvöru golfmóti síðan að hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar 2021. Það eru liðin 500 dagar síðan að Tiger var með á móti á bandarísku PGA-mótaröðinni en hann keppti á góðgerðamóti með syni sínum Charlie í lok síðasta árs. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy fagnaði fréttum af því að Woods yrði með þegar keppnin hefst á Mastersmótinu í næstu viku. „Það yrði stórkostlegt fyrir golfíþróttina, fyrir Mastersmótið og fyrir alla ef Tiger væri með,“ sagði Rory McIlroy en hann var staddur í San Antonio í Texas fylki þar sem hann keppir á Valero Texas Open í þessari viku. „Það myndi bæta svo miklu við mótið. Allt sem Tiger Woods gerir í golfi vekur athygli og stækkar viðburðinn. Það væri æðislegt að hafa hann með okkur,“ sagði Rory. Tiger Woods spilaði hringinn á Augusta National golfvellinum í vikunni með syni sínum Charlie sem er þegar orðinn öflugur kylfingur. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og sá síðasti kom einmitt á Mastersmótinu árið 2019. Þá hafði hann ekki unnið risamót síðan 2008. „Hann var þarna á þriðjudaginn og augljóslega var hann að skoða hvað hann getur gert. Það er samt auðvitað bara hann sjálfur og enginn annar sem veit það hvort hann geti klárað svona mót og verið samkeppnishæfur,“ sagði Rory. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods spilaði heilan hring á Augusta National golfvellinum á þriðjudaginn sem ýtti undir væntingarnar um að hann verði með á mótinu. Tiger hefur ekki keppt á alvöru golfmóti síðan að hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar 2021. Það eru liðin 500 dagar síðan að Tiger var með á móti á bandarísku PGA-mótaröðinni en hann keppti á góðgerðamóti með syni sínum Charlie í lok síðasta árs. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy fagnaði fréttum af því að Woods yrði með þegar keppnin hefst á Mastersmótinu í næstu viku. „Það yrði stórkostlegt fyrir golfíþróttina, fyrir Mastersmótið og fyrir alla ef Tiger væri með,“ sagði Rory McIlroy en hann var staddur í San Antonio í Texas fylki þar sem hann keppir á Valero Texas Open í þessari viku. „Það myndi bæta svo miklu við mótið. Allt sem Tiger Woods gerir í golfi vekur athygli og stækkar viðburðinn. Það væri æðislegt að hafa hann með okkur,“ sagði Rory. Tiger Woods spilaði hringinn á Augusta National golfvellinum í vikunni með syni sínum Charlie sem er þegar orðinn öflugur kylfingur. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og sá síðasti kom einmitt á Mastersmótinu árið 2019. Þá hafði hann ekki unnið risamót síðan 2008. „Hann var þarna á þriðjudaginn og augljóslega var hann að skoða hvað hann getur gert. Það er samt auðvitað bara hann sjálfur og enginn annar sem veit það hvort hann geti klárað svona mót og verið samkeppnishæfur,“ sagði Rory.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti