Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:31 Tinna Hrafnsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu hér á Vísi. Þættirnir birtast vikulega á Lífinu á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Vísir/Vilhelm „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. Hún frumsýnir í þessari viku hér á landi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa unnið að verkefninu í mörg ár. Skjálfti er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr bókinni sumarið 2016 en í viðtalinu segir Tinna að höfundurinn hafi ekki strax verið sannfærð um að leyfa henni að gera bókina að kvikmynd. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ útskýrir Tinna í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Af því að þetta var nú mín fyrsta kvikmynd og ég hafði nú kannski ekki þá reynslu sem margir hafa þá var hún ekki alveg viss.“ Horfist í augu við fortíðina Tinna segir að hún hafi svo fengið símtal frá Auði þar sem hún sagðist ætla að treysta henni fyrir verkefninu. Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. „Það var algjörlega magnað að fá heimild til að kvikmynda þessa bók því ég tengdi líka svo sjálf við efni bókarinnar. Tengdi svo við söguna sjálfa persónulega. Þarna er manneskja sem fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun. Aðstæður í hennar lífi verða til þess að hún þarf að horfast í augu við hluti úr sinni fortíð sem eru erfiðir. “ Henni fannst hún því hafa reynsluna og þekkinguna vegna eigin æsku til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Aðalpersóna sögunnar uppgötvar að áföll úr æsku eru að hafa áhrif á líf hennar í dag, en fjölskyldan neitar alfarið að ræða málið og vilja þau láta eins og ekkert hafi gerst. „Saga er að kljást við fyrirbærið þöggun.“ segir Tinna. Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög sterk og er ljóst að margir tengja við það sem aðalpersónan Saga, leikin af Anítu Briem, er að fara í gegnum. Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Tinna meðal annars um ferilinn, ófrjósemina, að vinna með eiginmanninum, sjálfsöryggi, þöggun og mikilvægi þess að vinna úr því sem maður upplifir í æsku. Klippa: Einkalífið - Tinna Hrafnsdóttir Einkalífið Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Hún frumsýnir í þessari viku hér á landi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa unnið að verkefninu í mörg ár. Skjálfti er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr bókinni sumarið 2016 en í viðtalinu segir Tinna að höfundurinn hafi ekki strax verið sannfærð um að leyfa henni að gera bókina að kvikmynd. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ útskýrir Tinna í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Af því að þetta var nú mín fyrsta kvikmynd og ég hafði nú kannski ekki þá reynslu sem margir hafa þá var hún ekki alveg viss.“ Horfist í augu við fortíðina Tinna segir að hún hafi svo fengið símtal frá Auði þar sem hún sagðist ætla að treysta henni fyrir verkefninu. Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. „Það var algjörlega magnað að fá heimild til að kvikmynda þessa bók því ég tengdi líka svo sjálf við efni bókarinnar. Tengdi svo við söguna sjálfa persónulega. Þarna er manneskja sem fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun. Aðstæður í hennar lífi verða til þess að hún þarf að horfast í augu við hluti úr sinni fortíð sem eru erfiðir. “ Henni fannst hún því hafa reynsluna og þekkinguna vegna eigin æsku til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Aðalpersóna sögunnar uppgötvar að áföll úr æsku eru að hafa áhrif á líf hennar í dag, en fjölskyldan neitar alfarið að ræða málið og vilja þau láta eins og ekkert hafi gerst. „Saga er að kljást við fyrirbærið þöggun.“ segir Tinna. Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög sterk og er ljóst að margir tengja við það sem aðalpersónan Saga, leikin af Anítu Briem, er að fara í gegnum. Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Tinna meðal annars um ferilinn, ófrjósemina, að vinna með eiginmanninum, sjálfsöryggi, þöggun og mikilvægi þess að vinna úr því sem maður upplifir í æsku. Klippa: Einkalífið - Tinna Hrafnsdóttir
Einkalífið Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30
Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”