Svíar hentu sínum Jóni Arnóri úr landsliðinu eftir hann samdi við rússneskt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 12:30 Jonas Jerebko samdi við rússneska stórliðið CSKA Moskvu og hefur fengið mjög sterkt viðbrögð við því. Getty/Denis Tyrin Jonas Jerebko er stærsta körfuboltastjarna Svía í gegnum tíðina sem lék um tíma með Golden State Warriors. Nýjasti samningur hans vakti ekki mikla lukku í heimalandinu. Sænska körfuboltasambandið tilkynnti í gær að Jerebko hefði verið sparkað úr sænska landsliðinu og það er ekki af því að hann er ekki nógu góður. Ástæðan er nýr samningur hans við rússneska félagið CSKA Moskvu. Efter omtalade övergången Finns inga förutsättningar för Jonas Jerebko att representera ett svenskt basketlandslag #basketball https://t.co/vAjwMtPL79— SVT Sport (@SVTSport) March 31, 2022 Jonas Jerebko hefur spilað 635 leiki í NBA með fjórum félögum, Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Warriors. Hann er Jón Arnór Stefánsson þeirra Svía. Jerebko hefur verið leikmaður rússneska félagsins Khimki Moskvu frá 2019 en sagði upp samningi sínum af persónulegum ástæðum í janúar síðastliðnum. 30. mars síðastliðinn þá fann Jerebko sér hins vegar nýtt félag og það er CSKA í Moskvu. Hingað til hafa erlendir íþróttamenn keppst við að forða sér frá Rússlandi en þessi sænski körfuboltamaður fékk greinilega of góðan samning til að geta hafnað honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sænska körfuboltasambandið gaf það út að fulltrúi sænska landsliðsins gæti ekki ekki tekið svona ákvörðun. Rússar hafa verið fordæmdir út um allan heim eftir innrás sína í Úkraínu. Landslið, lið og íþróttafólk Rússa hafa verið útilokuð frá alþjóðlegri keppni. - ! « » 2019 2021 . , ! pic.twitter.com/014WkR5SPY— CSKA Moscow (@cskabasket) March 30, 2022 „Sem leikmaður sænska landsliðsins þá ertu að koma fram fyrir sænskan körfubolta en þetta er líka maður sem sambandið á persónulegt samband við. Þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að tala við Jonas Jerebko áður en við myndum ákveða eitthvað,“ skrifaði Susanne Jideste hjá sænska körfuboltasambandinu í yfirlýsingu. „Eftir þetta samtal höfum við því miður þurft að stíga þetta skref og lýsa því yfir að Jonas Jerebko á ekki lengur samleið með sænska körfuboltalandsliðinu,“ skrifaði Jideste. Einn af styrktaraðilum Jerebko, Vitamin Well, hefur einnig sagt upp styrktarsamningi sínum við hann og svo gæti farið að hann yrði ekki sá eini. Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Sænska körfuboltasambandið tilkynnti í gær að Jerebko hefði verið sparkað úr sænska landsliðinu og það er ekki af því að hann er ekki nógu góður. Ástæðan er nýr samningur hans við rússneska félagið CSKA Moskvu. Efter omtalade övergången Finns inga förutsättningar för Jonas Jerebko att representera ett svenskt basketlandslag #basketball https://t.co/vAjwMtPL79— SVT Sport (@SVTSport) March 31, 2022 Jonas Jerebko hefur spilað 635 leiki í NBA með fjórum félögum, Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Warriors. Hann er Jón Arnór Stefánsson þeirra Svía. Jerebko hefur verið leikmaður rússneska félagsins Khimki Moskvu frá 2019 en sagði upp samningi sínum af persónulegum ástæðum í janúar síðastliðnum. 30. mars síðastliðinn þá fann Jerebko sér hins vegar nýtt félag og það er CSKA í Moskvu. Hingað til hafa erlendir íþróttamenn keppst við að forða sér frá Rússlandi en þessi sænski körfuboltamaður fékk greinilega of góðan samning til að geta hafnað honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sænska körfuboltasambandið gaf það út að fulltrúi sænska landsliðsins gæti ekki ekki tekið svona ákvörðun. Rússar hafa verið fordæmdir út um allan heim eftir innrás sína í Úkraínu. Landslið, lið og íþróttafólk Rússa hafa verið útilokuð frá alþjóðlegri keppni. - ! « » 2019 2021 . , ! pic.twitter.com/014WkR5SPY— CSKA Moscow (@cskabasket) March 30, 2022 „Sem leikmaður sænska landsliðsins þá ertu að koma fram fyrir sænskan körfubolta en þetta er líka maður sem sambandið á persónulegt samband við. Þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að tala við Jonas Jerebko áður en við myndum ákveða eitthvað,“ skrifaði Susanne Jideste hjá sænska körfuboltasambandinu í yfirlýsingu. „Eftir þetta samtal höfum við því miður þurft að stíga þetta skref og lýsa því yfir að Jonas Jerebko á ekki lengur samleið með sænska körfuboltalandsliðinu,“ skrifaði Jideste. Einn af styrktaraðilum Jerebko, Vitamin Well, hefur einnig sagt upp styrktarsamningi sínum við hann og svo gæti farið að hann yrði ekki sá eini.
Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira