Lífið

Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sveinn Geirsson, Jóhann Sigurðarsson,Tinna Hrafnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Aníta Bríem fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Skjálfti. Tinna á handritið og leikstýrir myndinni. 
Sveinn Geirsson, Jóhann Sigurðarsson,Tinna Hrafnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Aníta Bríem fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Skjálfti. Tinna á handritið og leikstýrir myndinni.  Mummi Lú

Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær.

Sérstök hátíðarsýning var á kvikmyndinni í Háskólabíó, þar sem leikstjóri, leikarar og aðrir aðstandendur myndarinnar fengu standandi lófaklapp eftir að myndinni lauk. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðarsýningunni.

Eiður Birgisson og Manuela Ósk Harðardóttir.Mummi Lú
Jóhanna Jóhannsdóttir og Jón Gnarr.Mummi Lú
Tinna Hrafnsdóttir hélt ræðu fyrir gesti. Skjálfti er hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Mummi Lú
Gunnar Helgason og Jóhann G. Jóhannsson.Mummi Lú

Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar ræddi um myndina og ferlið í kringum Skjálfta í nýjasta þættinum af Einkalífinu hér á Lífinu á Vísi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt

Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×