Tölvuþrjótar taka yfir Twitter-aðgang Bjartrar framtíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 16:08 Svona lítur Twitter-aðgangur Bjartrar framtíðar út í dag. Tölvuþrjótar virðast hafa stolið aðgangnum og gjörbreytt honum. Twitter Tölvuþrjótar virðast hafa tekið yfir Twitter-aðgang stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar. Búið er að breyta notendanafninu, forsíðumyndinni og nú birtast einungis færslur um einstök stafræn skírteini eða NFT. Fyrrverandi formaður flokksins kemur af fjöllum. NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni. Samfélagsmiðlar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira