Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2022 22:04 Vísir/Hulda Margrét Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. Valur átti í miklum erfiðleikum með að skora í upphafi leiks. Á tæplega tólf mínútum skoraði Valur aðeins tvö mörk. Gestirnir gerðu vel í að koma sér í góð færi en hvort sem það var hraðaupphlaup, gegnum brot eða gott færi úr horni það virtist lítið fara á markið og framhjá Andra Scheving. Tilfinningin var samt alltaf að þetta myndi detta fyrir Valsmenn og var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekkert að stressa sig á leikhléi eða skiptingum. Valur gerði svo fjögur mörk í röð þar sem Þorgils Jón Svölu Baldursson skar sína menn úr snörunni og vagninn áfram. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Valur tveimur mörkum yfir 4-6. Afturelding gerði vel í að jafna leikinn í 8-8 en þá tók við annað áhlaup Vals þar sem gestirnir frá Hlíðarenda gerðu þrjú mörk í röð. Björgvin Páll Gústavsson reyndist Mosfellingum erfiður en hann varði 11 skot og var með 52 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 10-12 gestunum í vil. Afturelding byrjaði á að gera fyrsta markið í seinni hálfleik og minnka forskot Vals niður í eitt mark en eftir fyrsta markið lögðu heimamenn árar í bát og einfaldlega gáfust upp. Afturelding átti engin svör við varnarleik Vals sem skilaði gestunum helling af hraðaupphlaupum. Eftir tólf mínútur í seinni hálfleik var staðan 13-17. Afturelding gerði aðeins sex mörk á tuttugu og átta mínútum í seinni hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í marki Vals en það voru mestmegnis tæknifeilar og lélegar ákvarðanir sem einkenndu seinni hálfleik heimamanna. Valur vann á endanum átta marka sigur 18-26. Af hverju vann Valur? Vörn Vals var frábær allan leikinn og sóknarleikurinn varð betri eftir því sem á leið og Afturelding gerði einfaldlega í buxurnar í seinni hálfleik sem skilaði þeim sex mörkum á tuttugu og átta mínútum sem mun aldrei duga til að vinna Val. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, stóð vaktina vel í markinu, varði 16 skot og endaði með 47 prósent markvörslu. Þorgils Jón Svölu Baldursson átti góðan leik á báðum endum vallarins. Þorgils skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum og var mikilvægur hlekkur í frábærri vörn Vals. Hvað gekk illa? Það er hægt að taka allt fyrir í seinni hálfleik Aftureldingar nema markvörsluna þar sem Andri Scheving var eini með lífsmark hjá heimamönnum. Blær Hinriksson, Bergvin Þór Gíslason og Þorsteinn Leó Gunnarsson skoruðu samanlagt 5 mörk úr 18 skotum sem er langt frá því að vera ásættanlegt hjá þessum köppum. Hvað gerist næst? Næst síðasta umferð deildarkeppninnar verður spiluð öll á sama tíma næsta miðvikudag klukkan 19:30. Afturelding fer í Kaplakrika og mætir FH á sama tíma eigast við Valur og Haukar. Snorri Steinn: Get lítið kvartað yfir úrslitunum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kátur eftir leikVísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með níunda sigurinn í síðustu tíu leikjum. „Við vorum góðir varnarlega allan leikinn. Ég talaði um það fyrir leik að ég vildi sjá góða vörn gegn Aftureldingu og mér fannst það heppnast. Það er gömul saga og ný að vörn og markvarsla helst í hendur og var ég ánægður með bæði,“ sagði Snorri Steinn brattur eftir leik. Snorri Steinn var ánægður með varnarleikinn og tókst Aftureldingu aðeins að skora sex mörk á tuttugu og átta mínútum. „Við spiluðum mjög fasta vörn þar sem við mættum þeim af hörku. Mér fannst við einnig gera vel þegar Afturelding fékk pláss í maður á mann stöðu.“ Snorri viðurkenndi að hann getur ekki kvartað yfir mörg þar sem Valur hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum. „Ég get lítið kvartað, við tókum bikarinn og svo er stórleikur á miðvikudaginn þar sem við höfum enn tækifæri á að vinna deildarmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur Afturelding
Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. Valur átti í miklum erfiðleikum með að skora í upphafi leiks. Á tæplega tólf mínútum skoraði Valur aðeins tvö mörk. Gestirnir gerðu vel í að koma sér í góð færi en hvort sem það var hraðaupphlaup, gegnum brot eða gott færi úr horni það virtist lítið fara á markið og framhjá Andra Scheving. Tilfinningin var samt alltaf að þetta myndi detta fyrir Valsmenn og var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekkert að stressa sig á leikhléi eða skiptingum. Valur gerði svo fjögur mörk í röð þar sem Þorgils Jón Svölu Baldursson skar sína menn úr snörunni og vagninn áfram. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Valur tveimur mörkum yfir 4-6. Afturelding gerði vel í að jafna leikinn í 8-8 en þá tók við annað áhlaup Vals þar sem gestirnir frá Hlíðarenda gerðu þrjú mörk í röð. Björgvin Páll Gústavsson reyndist Mosfellingum erfiður en hann varði 11 skot og var með 52 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 10-12 gestunum í vil. Afturelding byrjaði á að gera fyrsta markið í seinni hálfleik og minnka forskot Vals niður í eitt mark en eftir fyrsta markið lögðu heimamenn árar í bát og einfaldlega gáfust upp. Afturelding átti engin svör við varnarleik Vals sem skilaði gestunum helling af hraðaupphlaupum. Eftir tólf mínútur í seinni hálfleik var staðan 13-17. Afturelding gerði aðeins sex mörk á tuttugu og átta mínútum í seinni hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í marki Vals en það voru mestmegnis tæknifeilar og lélegar ákvarðanir sem einkenndu seinni hálfleik heimamanna. Valur vann á endanum átta marka sigur 18-26. Af hverju vann Valur? Vörn Vals var frábær allan leikinn og sóknarleikurinn varð betri eftir því sem á leið og Afturelding gerði einfaldlega í buxurnar í seinni hálfleik sem skilaði þeim sex mörkum á tuttugu og átta mínútum sem mun aldrei duga til að vinna Val. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, stóð vaktina vel í markinu, varði 16 skot og endaði með 47 prósent markvörslu. Þorgils Jón Svölu Baldursson átti góðan leik á báðum endum vallarins. Þorgils skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum og var mikilvægur hlekkur í frábærri vörn Vals. Hvað gekk illa? Það er hægt að taka allt fyrir í seinni hálfleik Aftureldingar nema markvörsluna þar sem Andri Scheving var eini með lífsmark hjá heimamönnum. Blær Hinriksson, Bergvin Þór Gíslason og Þorsteinn Leó Gunnarsson skoruðu samanlagt 5 mörk úr 18 skotum sem er langt frá því að vera ásættanlegt hjá þessum köppum. Hvað gerist næst? Næst síðasta umferð deildarkeppninnar verður spiluð öll á sama tíma næsta miðvikudag klukkan 19:30. Afturelding fer í Kaplakrika og mætir FH á sama tíma eigast við Valur og Haukar. Snorri Steinn: Get lítið kvartað yfir úrslitunum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kátur eftir leikVísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með níunda sigurinn í síðustu tíu leikjum. „Við vorum góðir varnarlega allan leikinn. Ég talaði um það fyrir leik að ég vildi sjá góða vörn gegn Aftureldingu og mér fannst það heppnast. Það er gömul saga og ný að vörn og markvarsla helst í hendur og var ég ánægður með bæði,“ sagði Snorri Steinn brattur eftir leik. Snorri Steinn var ánægður með varnarleikinn og tókst Aftureldingu aðeins að skora sex mörk á tuttugu og átta mínútum. „Við spiluðum mjög fasta vörn þar sem við mættum þeim af hörku. Mér fannst við einnig gera vel þegar Afturelding fékk pláss í maður á mann stöðu.“ Snorri viðurkenndi að hann getur ekki kvartað yfir mörg þar sem Valur hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum. „Ég get lítið kvartað, við tókum bikarinn og svo er stórleikur á miðvikudaginn þar sem við höfum enn tækifæri á að vinna deildarmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir,“ sagði Snorri að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti