Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 12:39 Hörmungarnar koma betur og betur í ljós eftir því sem Úkraínumenn vinna meira af landsvæði sínu til baka. Getty/Alexey Furman Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira