Grænlenskir fjölmiðlar segja frá þessum tíðindum í dag, en Egede og Erik Jensen, formaður Siumut, kynntu samstarfið á fréttamannafundi í dag. Segja þeir ríkisstjórnarsamstarfið meðal annars snúast um að gera breytingar á lögum sem snúa að ferðamennsku, opna stjórnsýslu, áherslu á grænlenska tungu, frelsi borgaranna, jafnréttismál og að áfram verði unnið í átt að sjálfstæðis landsins.
„Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir að við og Naleraq hefðum þróast í áttina hvor frá öðrum pólitískt. Ég þakka fyrir samstarfið,“ sagði Egede í dag.
IA og Siumut mynduðu einnig saman ríkisstjórn árið 2016, þá með Naleraq innanborðs.
Þingkosningar fóru fram á Grænlandi fyrir um ári síðan og vann IA þá mikinn sigur. IA og Naleraq mynduðu þá ríkisstjórn sem naut stuðnings sextán af 31 þingmanni. Flokkurinn Atassut ákvað þó að styðja ríkisstjórnina.
Þingmenn IA og Siumut telja samtals 22. Egede verður áfram formaður landsstjórnar Grænlands í nýrri ríkisstjórn.