Körfubolti

„Sóknarfráköstin í fjórða leikhluta skilaði sigrinum“

Andri Már Eggertsson skrifar
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn Vísir/Bára

Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Val í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með útisigurinn.

„Við töluðum um það fyrir leik að það er alltaf gott að byrja einvígi vel. Þetta er einn sigur og við þurfum þrjá,“ sagði Bjarni eftir leik.

Bjarni var ánægður með baráttuna sem fleytti hans liði langt í kvöld þar sem Haukar hittu illa.

„Ég er ánægður með baráttuna, við hittum illa en baráttan var til staðar og meira get ég ekki beðið um.“

„Við byrjuðum fyrri hálfleik vel en í öðrum leikhluta var vörnin okkar ekki eins góð og var Ameryst Alston með 16 stig í hálfleik. Við ætluðum síðan að stöðva hana í seinni hálfleik sem mér fannst ganga vel.“

Haukar unnu fjórða leikhluta með fimm stigum og var Bjarni ánægður með baráttuna sem skilaði sér í sóknarfráköstum.

„Í fjórða leikhluta var ég ánægður með baráttuna sem skilaði sér í sóknarfráköstum. Við hittum illa en varnarlega náðum við að stöðva Val trekk í trekk,“ sagði Bjarni og bætti við að sóknarfráköstin í fjórða leikhluta hafi unnið leikinn.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×