Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 23:43 Kim Yo jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un og háttsettur meðlimur í Kommúnistaflokki Norður-Kóreu. EPA/Kim Yo Jong Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. Hún sagði það hafa verið gífurleg mistök af hálfu varnarmálaráðherra Suður-Kóreu að ræða mögulegar árásir á Norður-Kóreu. Suh Wook, áðurnefndur varnarmálaráðherra, sagði á föstudaginn að Suður-Kórea ætti eldflaugar sem hægt væri að nota til að gera nákvæmar árásir á skotmörk í Norður-Kóreu með skömmum fyrirvara. Það var eftir tilraunaskot langdrægrar eldflaugar sem getur borið kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu. Kim Yo Jong, sem er háttsettur embættismaður í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hafði áður fordæmt þessi ummæli og hótaði því að leggja mikilvæg skotmörk í Suður-Kóreu í rúst, ef ráðamönnum þar dytti í hug að gera fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu. Reuters vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, og hefur eftir henni að í Norður-Kóreu sé ekki litið á Suður-Kóreu sem höfuðóvin einræðisríkisins. Í Pyongyang væru ráðamenn á móti stríði en slík átök myndu skila Suður-Kóreu eftir í rúst. Hún sagði að ef her Suður-Kóreu færi svo mikið sem eina tommu inn í Norður-Kóreu, myndi ríkið mæta óhugsandi hamförum er herafli Norður-Kóreu sem sér um kjarnorkuvopn einræðisríkisins gerðu skyldu sína. „Þetta er ekki hótun. Þetta er ítarleg útskýring á viðbrögðum okkar við óábyrgum hernaðaraðgerðum Suður-Kóreu,“ er haft eftir henni Kim. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Hún sagði það hafa verið gífurleg mistök af hálfu varnarmálaráðherra Suður-Kóreu að ræða mögulegar árásir á Norður-Kóreu. Suh Wook, áðurnefndur varnarmálaráðherra, sagði á föstudaginn að Suður-Kórea ætti eldflaugar sem hægt væri að nota til að gera nákvæmar árásir á skotmörk í Norður-Kóreu með skömmum fyrirvara. Það var eftir tilraunaskot langdrægrar eldflaugar sem getur borið kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu. Kim Yo Jong, sem er háttsettur embættismaður í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hafði áður fordæmt þessi ummæli og hótaði því að leggja mikilvæg skotmörk í Suður-Kóreu í rúst, ef ráðamönnum þar dytti í hug að gera fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu. Reuters vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, og hefur eftir henni að í Norður-Kóreu sé ekki litið á Suður-Kóreu sem höfuðóvin einræðisríkisins. Í Pyongyang væru ráðamenn á móti stríði en slík átök myndu skila Suður-Kóreu eftir í rúst. Hún sagði að ef her Suður-Kóreu færi svo mikið sem eina tommu inn í Norður-Kóreu, myndi ríkið mæta óhugsandi hamförum er herafli Norður-Kóreu sem sér um kjarnorkuvopn einræðisríkisins gerðu skyldu sína. „Þetta er ekki hótun. Þetta er ítarleg útskýring á viðbrögðum okkar við óábyrgum hernaðaraðgerðum Suður-Kóreu,“ er haft eftir henni Kim.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira