Líklega dýrasta klipping Íslandssögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 13:22 Bobby Ågren klippir Bjarna Hedtoft í þættinum Geggjaðar græjur. Klippingin er ein sú dýrasta í Íslandssögunni. Stöð 2 Í dag hafa flestir heyrt um rafmyntir, þá sérstaklega Bitcoin sem er sú vinsælasta í þeim flokki. Árið 2014 var almenningur ekki með mikla vitneskju um þetta framandi tæknifyrirbæri. Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar. Rafmyntir Tækni Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar.
Rafmyntir Tækni Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira