Egill Ploder stöðvaði útsendingu til að ræða um andlega heilsu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:02 Egill Ploder ræddi um mikilvægi andlegrar heilsu í útsendingu úrslitaviðureignar Framhaldsskólaleikanna. Stöð 2 eSport Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder sá ástæðu til að gera hlé á hefðbundinni dagskrá útsendingar í úrslitaviðureign Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands. Ástæðan var sú að Egill vildi ræða mikilvægt málefni, andlega heilsu. „Stoppum aðeins núna,“ sagði Egill skyndilega í upphafi innslagsins. „Núna var ég að sjá að það var að koma hérna inn - og við þurfum að veita þessu smá athygli hérna fyrir neðan, ertuokei.is - sem er mjög, mjög mikilvægt átak sem er í gangi.“ Inni á síðunni ertuokei.is getur fólk skoðað þá aðila sem bjóða aðstoð fyrir öll sem þangað leita þeim að kostnaðarlausu. Þangað getur fólk leitað eftir aðstoð fyrir sig sjálft eða rætt um áhyggjur sem þau hafa af öðrum. „Þetta er einfalt. Farðu inn á síðuna ertuokei.is ef þú ert að glíma við einhver veikindi, eða bara ef þér líður illa eða hvað það er. Negldu þér þá þarna inn og þarna eru allar helstu upplýsingar inni á þessari vefsíðu.“ Með Agli í stúdíóinu var meðal annara tónlistarmaðurinn Króli sem hefur sjálfur talað opinberlega um þau vandamál sem hann hefur þurft að glíma við á sinni ævi. „Það mikilvægasta er að vita að það að líða illa er bara það venjulegasta sem gerist. Andleg líðan er ekki keppni og ef þér líður einhverntíman ekki vel þá þýðir ekkert að miða sig við næsta mann, heldur bara gera eitthvað í málunum ef þig langar til að gera það,“ sagði Króli. Allir voru stjórnendur útsendingarinnar sammála um það að á einhverjum tímapunkti í lífi þeirra hafi þeim öllum liðið illa. Umræðan í kringum tölvuleikjaspilun ungmenna hefur oft verið á þá leið að krakkar eigi það til að loka sig inni tímunum saman til að spila. Þar af leiðandi geta þau orðið félagslega einangruð og líður af þeim völdum illa, en auðvitað eru ótal ástæður fyrir því að ungmennum, sem og öðrum, líði illa. Það voru því kannski engar ýkjur hjá Agli þegar hann sagði að þetta væri mikilvægt átak. Umræðuna um ertuokei.is má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og nálgast má heimasíðuna sjálfa með því að smella hér. Klippa: FRÍS: Ertuokei.is Rafíþróttir Geðheilbrigði Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
„Stoppum aðeins núna,“ sagði Egill skyndilega í upphafi innslagsins. „Núna var ég að sjá að það var að koma hérna inn - og við þurfum að veita þessu smá athygli hérna fyrir neðan, ertuokei.is - sem er mjög, mjög mikilvægt átak sem er í gangi.“ Inni á síðunni ertuokei.is getur fólk skoðað þá aðila sem bjóða aðstoð fyrir öll sem þangað leita þeim að kostnaðarlausu. Þangað getur fólk leitað eftir aðstoð fyrir sig sjálft eða rætt um áhyggjur sem þau hafa af öðrum. „Þetta er einfalt. Farðu inn á síðuna ertuokei.is ef þú ert að glíma við einhver veikindi, eða bara ef þér líður illa eða hvað það er. Negldu þér þá þarna inn og þarna eru allar helstu upplýsingar inni á þessari vefsíðu.“ Með Agli í stúdíóinu var meðal annara tónlistarmaðurinn Króli sem hefur sjálfur talað opinberlega um þau vandamál sem hann hefur þurft að glíma við á sinni ævi. „Það mikilvægasta er að vita að það að líða illa er bara það venjulegasta sem gerist. Andleg líðan er ekki keppni og ef þér líður einhverntíman ekki vel þá þýðir ekkert að miða sig við næsta mann, heldur bara gera eitthvað í málunum ef þig langar til að gera það,“ sagði Króli. Allir voru stjórnendur útsendingarinnar sammála um það að á einhverjum tímapunkti í lífi þeirra hafi þeim öllum liðið illa. Umræðan í kringum tölvuleikjaspilun ungmenna hefur oft verið á þá leið að krakkar eigi það til að loka sig inni tímunum saman til að spila. Þar af leiðandi geta þau orðið félagslega einangruð og líður af þeim völdum illa, en auðvitað eru ótal ástæður fyrir því að ungmennum, sem og öðrum, líði illa. Það voru því kannski engar ýkjur hjá Agli þegar hann sagði að þetta væri mikilvægt átak. Umræðuna um ertuokei.is má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og nálgast má heimasíðuna sjálfa með því að smella hér. Klippa: FRÍS: Ertuokei.is
Rafíþróttir Geðheilbrigði Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira