Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. apríl 2022 20:55 Úkraínskur hermaður á æfingu með Javelin-eldflaug í fyrra. Getty/Anatolii Stepanov Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira