Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 15:25 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á tvæ fullorðnar dætur. AP/Mikhail Klimentyev Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi. Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi.
Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira