Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2022 23:37 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í skothríðinni. AP/Rich Pedroncelli Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri. Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37