Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 07:31 Steve Nash er rosalega glaður að hafa Kevin Durant í sínu liði. Sarah Stier/Getty Images Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira