Þáttaröðin sem ber einfaldlega nafnið The Kardashians fer í loftið á streymisveitunni Hulu þann 14. apríl, en sérstök frumsýning fór fram í Goya Studios í Los Angeles í gær.
Stjarna þáttanna, Kim Kardashian, lét sig ekki vanta og mætti hún með kærasta sínum Pete Davidson. Parið sást leiðast á viðburðinum en Davidson stillti sér hins vegar ekki upp á rauða dreglinum við hlið kærustu sinnar.
Kardashian var glæsileg að vanda, í silfurlituðum aðsniðnum kjól með uppsett hárið. Klæðaburður Davidson var eilítið frjálslegri, en hann var í hvítum stuttermabol og blazer-jakka með sólgleraugu.
Parið fór að sjást saman síðasta haust eftir að þau komu fram saman í þættinum Saturday Night Live. Þau opinberuðu samband sitt nokkrum mánuðum síðar og hefur Davidson nú fengið sér húðflúr tileinkað sinni Kardashian.
Sjá einnig: Davidson orðinn vel merktur Kardashian fyrir lífstíð
Ásamt parinu létu fleiri stjörnur sjá sig á frumsýningunni og voru þær hver annarri glæsilegri eins og sjá má á myndunum hér að neðan.




