Kristian var í byrjunarliðið Jong Ajax og lék allan leikinn á miðjunni, en það var liðsfélagi hans, Naci Unuvar, sem kom liðinu yfir eftir aðeins 15 mínútna leik.
Heimamenn í Roda jöfnuðu hins vegar metin stuttu fyrir hálfleik og tóku forystuna þegar síðari hálfleikur var ekki nema sjö mínútna gamall.
Eftir rétt tæplega klukkutíma leik náði Kristian Hlynsson svo að jafna metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Jong Ajax situr sem fyrr í sjötta sæti deildarinnar með 59 stig, einu stigi minna en Roda sem situr sæti ofar.