Innlent

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Tíðrætt hefur verið um lakt gengi drengja í íslenskum grunn- og framhaldsskólum en Svava Þórhildur Hjaltalín, kennari á Akureyri til áratuga, og Magnús Þór Jónsson, fyrrverandi skólastjóri og nýr formaður KÍ,  skiptast á skoðunum um málið í upphafi þáttarins.

Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mæta næst til að ræða kosningabaráttuna í Reykjavík. Þessir fulltrúar stærstu flokkanna koma til með að rökræða um stærstu málin fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Í lok þáttarins verður síðan Íslandsbankamálið til umræðu en salan á hlutabréfum ríkisins hefur sett allt á annan endann. 

Bjarni Jónsson þingmaður VG, Helga Vala Helgadóttir formaður þingflokks Samfylkingar, Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ætla að rökræða þessa sölu og afleiðingar hennar, hugsanlegar og fyrirsjáanlegar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×