Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2022 15:42 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. Í svari fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að í ljósi eftirlitshlutverks Seðlabanka Íslands getur bankinn ekki tjáð sig um málefni sem eru beintengd sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka. Ástæðan er sú að einstakir þættir sem tengjast sölunni kunna að verða teknir til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans og hefur athugun á tilteknum þáttum tengdum sölunni þegar hafist. Í eftirlitshlutverki Seðlabankans felst aftur á móti ekki eftirlit með Bankasýslu ríkisins. Eins er bankanum ekki falið eftirlit með framkvæmd laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Seðlabankinn skilaði inn lögbundinni umsögn á grundvelli 2. gr. framangreindra laga um fyrirætlun ríkisins um sölumeðferð á eignarhlut í Íslandsbanka er lýtur eingöngu að jafnræði bjóðenda, líklegum áhrifum sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Með jafnræði bjóðanda í þessu samhengi er átt við að Seðlabankinn kanni áhrif þess á efnahagslega þætti málsins, þ.e. hvort kaupendur séu erlendir eða innlendir, og er það arfleifð frá því að fjármagnshöft voru við lýði. Eiga sjónarmið þar að lútandi ekki við lengur þar sem höft hafa verið afnumin og fullt jafnræði ríkir milli innlendra og erlendra aðila. Enginn ráðherra lagði fram bókun vegna sölunnar Eins og áður segir hefur framkvæmd sölunnar verið gagnrýnd harðlega bæði af stjórnarliðum og stjórarandstæðingum. Lilja Alfreðsdóttir sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hafi verið alfarið á móti þvi hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði í dag að um stórpólitísk tíðindi væri að ræða. Þorbjörg sagði þá yfirlýsingu Lilju kalla á að fundargerðir ríkisstjórnar og ráðherranefndar sem og bókanir verði lagðar fram til að varpa ljósi á aðdraganda sölunnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að enginn ráðherra hafi óskað eftir að færa neitt til bókar þegar sala á hluta í Íslandsbanka var til umræðu. „Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég styð eindregið að málið verði skoðað ofan í kjölinn og tel úttekt Ríkisendurskoðunar eðlilegt skref í þeirri skoðun,“ segir í svari Katrínar. Lilja sagði þá í viðtalinu í Morgunblaðinu að vegna aðstæðna og umræðunnar telji hún að hægja verði á einkavæðingunni. Hún bætti við að í hennar huga væri alveg ljóst að Landsbankinn ætti að vera áfram í eigu þjóðarinnar og sala á honum kæmi ekki til greina. Katrín segir í svarinu við fyrirspurn fréttastofu að aldrei hafi staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:50. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. 11. apríl 2022 14:30 Verð hlutabréfa í Íslandsbanka lágt þegar umdeild salan fór fram Björn Leví Gunnarsson alþingismaður segir að þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur hafi verð á hlutabréfum verið lágt. Hann telur ekki úr vegi að um markaðsmisnotkun ofan á annað hafi verið í kortunum. 11. apríl 2022 13:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Í svari fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að í ljósi eftirlitshlutverks Seðlabanka Íslands getur bankinn ekki tjáð sig um málefni sem eru beintengd sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka. Ástæðan er sú að einstakir þættir sem tengjast sölunni kunna að verða teknir til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans og hefur athugun á tilteknum þáttum tengdum sölunni þegar hafist. Í eftirlitshlutverki Seðlabankans felst aftur á móti ekki eftirlit með Bankasýslu ríkisins. Eins er bankanum ekki falið eftirlit með framkvæmd laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Seðlabankinn skilaði inn lögbundinni umsögn á grundvelli 2. gr. framangreindra laga um fyrirætlun ríkisins um sölumeðferð á eignarhlut í Íslandsbanka er lýtur eingöngu að jafnræði bjóðenda, líklegum áhrifum sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Með jafnræði bjóðanda í þessu samhengi er átt við að Seðlabankinn kanni áhrif þess á efnahagslega þætti málsins, þ.e. hvort kaupendur séu erlendir eða innlendir, og er það arfleifð frá því að fjármagnshöft voru við lýði. Eiga sjónarmið þar að lútandi ekki við lengur þar sem höft hafa verið afnumin og fullt jafnræði ríkir milli innlendra og erlendra aðila. Enginn ráðherra lagði fram bókun vegna sölunnar Eins og áður segir hefur framkvæmd sölunnar verið gagnrýnd harðlega bæði af stjórnarliðum og stjórarandstæðingum. Lilja Alfreðsdóttir sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hafi verið alfarið á móti þvi hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði í dag að um stórpólitísk tíðindi væri að ræða. Þorbjörg sagði þá yfirlýsingu Lilju kalla á að fundargerðir ríkisstjórnar og ráðherranefndar sem og bókanir verði lagðar fram til að varpa ljósi á aðdraganda sölunnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að enginn ráðherra hafi óskað eftir að færa neitt til bókar þegar sala á hluta í Íslandsbanka var til umræðu. „Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég styð eindregið að málið verði skoðað ofan í kjölinn og tel úttekt Ríkisendurskoðunar eðlilegt skref í þeirri skoðun,“ segir í svari Katrínar. Lilja sagði þá í viðtalinu í Morgunblaðinu að vegna aðstæðna og umræðunnar telji hún að hægja verði á einkavæðingunni. Hún bætti við að í hennar huga væri alveg ljóst að Landsbankinn ætti að vera áfram í eigu þjóðarinnar og sala á honum kæmi ekki til greina. Katrín segir í svarinu við fyrirspurn fréttastofu að aldrei hafi staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:50.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. 11. apríl 2022 14:30 Verð hlutabréfa í Íslandsbanka lágt þegar umdeild salan fór fram Björn Leví Gunnarsson alþingismaður segir að þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur hafi verð á hlutabréfum verið lágt. Hann telur ekki úr vegi að um markaðsmisnotkun ofan á annað hafi verið í kortunum. 11. apríl 2022 13:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. 11. apríl 2022 14:30
Verð hlutabréfa í Íslandsbanka lágt þegar umdeild salan fór fram Björn Leví Gunnarsson alþingismaður segir að þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur hafi verð á hlutabréfum verið lágt. Hann telur ekki úr vegi að um markaðsmisnotkun ofan á annað hafi verið í kortunum. 11. apríl 2022 13:17