Lífið

Clea Shearer úr The Home Edit greindist með brjóstakrabbamein

Elísabet Hanna skrifar
The Home Edit er skipulags fyrirtæki sem vinkonurnar stofnuðu saman og eru meðal annars með þættina Get organized with Home edit á Netflix.
The Home Edit er skipulags fyrirtæki sem vinkonurnar stofnuðu saman og eru meðal annars með þættina Get organized with Home edit á Netflix. Getty/Katie Kauss

Vinkonurnar í The Home Edit eru þessa dagana að fara í gegnum stærsta verkefnið sitt til þessa eftir að Clea Shearer greindist með brjóstakrabbamein. Clea greindi frá fréttunum á samfélagsmiðli sínum og fyrirtækisins fyrir fjórum dögum og skrifaði þar:

„Ég er með brjóstakrabbamein. Það er erfitt að segja það en það er auðveldara en að halda því fyrir mig. Ég fer í tvöfalt brjóstnám á morgun (bænir velkomnar!)“

The Home Edit

Þær Clea og Joanna stofnuðu fyrirtækið The Home Edit og eru meðal annars með þættina Get organized with Home edit á Netflix. Þar hjálpa þær venjulegu fólki og stórum stjörnum að skipuleggja rými með sínum einstöku aðferðum.

Fann sjálf hnút

Clea segist sjálf hafa fundið hnút í brjóstinu síðustu vikuna í febrúar. Hún segist hafa átt erfitt með að komast að hjá læknum og hafi verið ágeng og farið krókaleiðir sem hafi borgað sig þar sem um tvö æxli sé að ræða sem eru að stækka hratt.

Hvetur aðra til að fylgjast vel með líkamanum

Hún segir það vera persónulega ákvörðun að deila veikindunum með öðrum og vonar að það geti hvatt aðra til þess að skoða sig reglulega og fylgjast vel með sér. 

Clea segist ekki eiga neina sögu um brjóstakrabbamein í fjölskyldunni og sé rétt um fertugt svo allt sé mögulegt. Hún segist vera þakklát fyrir baklandið sitt og aðgang að góðri þjónustu og bætir við:

„Ég verð að viðurkenna að fyrstu dagana hugsaði ég „afhverju ég?“ en fljótlega byrjaði ég að hugsa í alvörunni „afhverju EKKI ég?“

Joanna segir hana bratta miðað við aðstæður

Joanna Teplin segir að Clea hafi það ágætt eftir brjóstnámið sem tók níu klukkustundir, sé sterk og að hún geti ekki ímyndað sér neinn sem gæti tæklað krabbamein eins og hún er að gera. Í aðgerðinni kom í ljós að um annarsstigs krabbamein er að ræða en ekki fyrsta stigs líkt og áður var haldið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×