Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 15:50 Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna árásarinnar. AP Photo/John Minchillo Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira