„Þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér“ Elísabet Hanna skrifar 13. apríl 2022 13:00 Ben bað Jen í búbblu baði. Getty/Rich Fury Jennifer Lopez deildi með aðdáendum sínum í fréttabréfi hvernig unnusti hennar Ben Affleck bað hennar. Hún segir bónorðið ekki hafa verið yfirdrifið á neinn hátt en á sama tíma hafi það verið það rómantískasta sem hún hefði getað ímyndað sér. Sagði aðdáendum frá bónorðinu Síðasta föstudag deildi hún því að þau væru trúlofuð á ný, átján árum eftir að þau slitu fyrstu trúlofuninni sinni í janúar 2004. Þetta er sjötta trúlofun JLo en sú þriðja hjá Ben með fyrra skiptinu hjá þeim Bennifer meðtöldu. Í nýju fréttabréfi frá On the JLO sem hún gefur út fer hún nákvæmlega í gegnum það hvernig bónorðið var, sýndi aðdáendum hringinn og útskýrði litinn á honum. Fyrsta línan í fréttabréfinu frá henni var: „Hefurðu ímyndað þér að þinn stærsti draumur gæti ræst?“ View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) Bað hennar í búbblu baði Hún heldur áfram og lýsir því hvernig hún hafi verið stödd á sínum uppáhalds stað á jörðinni, í búbblu baði og hvernig fallega ástin hennar hafi farið niður á hné og beðið hennar. Hún segir bónorðið hafa komið sér algjörlega að óvarri. „Ég horfði bara í augun hans brosandi og grátandi á sama tíma að reyna að átta mig á þeirri staðreynd að eftir tuttugu ár væri þetta að gerast aftur. Ég var bókstaflega orðlaus og hann spurði mig „er þetta já?“ og ég sagði JÁ auðvitað er þetta JÁ“ Brosti og grét JLo heldur áfram að lýsa stóru stundinni og segist hafa brosað hringinn og grátið allt á sama tíma á meðan hún fann fyrir hamingju og leið eins og hún væri heil. „Þetta var ekkert yfirdrifið en þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér. Bara rólegt laugardagskvöld heima, tvær manneskjur að lofa því að vera alltaf til staðar fyrir hvort annað,“ segir hún um kvöldið. Hún bætir því við að þau séu tvær heppnar manneskjur sem séu að fá annað tækifæri á sannri ást. Þau eru búin að vera saman frá því í maí á síðasta ári og valdi Ben grænan hring sem er happaliturinn hennar. Hringurinn er grænn og glæsilegur.Skjáskot/J-LO fréttabréfið. Eldri og vitrari Jennifer sagði nýlega í viðtali að í dag væru þau eldri og vitrari en þau voru síðast og búi yfir meiri reynslu. Heimildir herma að nýtrúlofaða parið ætli að hafa börnin sín stóran part af athöfninni. JLo á í dag tvíburana Emme og Max með fyrrverandi eiginmanni sínum Marc Anthony. Ben á börnin Violet, Seraphina og Samuel með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Garner sem hann var giftur í þrettán ár og eru þau miklir vinir enn í dag. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) „Við eigum börn og við virðum hvort annað.. Við lifum lífinu okkar á þann hátt sem við getum verið stolt af og börnin okkar geta verið stolt af,“ segir Jennifer Lopez um framtíðina saman. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47 Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31 Bennifer saman á rauða dreglinum á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur. 11. september 2021 09:41 Affleck byrjaði að senda ástarbréf og virðist hafa krækt í Jennifer Lopez á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma. 11. maí 2021 12:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sagði aðdáendum frá bónorðinu Síðasta föstudag deildi hún því að þau væru trúlofuð á ný, átján árum eftir að þau slitu fyrstu trúlofuninni sinni í janúar 2004. Þetta er sjötta trúlofun JLo en sú þriðja hjá Ben með fyrra skiptinu hjá þeim Bennifer meðtöldu. Í nýju fréttabréfi frá On the JLO sem hún gefur út fer hún nákvæmlega í gegnum það hvernig bónorðið var, sýndi aðdáendum hringinn og útskýrði litinn á honum. Fyrsta línan í fréttabréfinu frá henni var: „Hefurðu ímyndað þér að þinn stærsti draumur gæti ræst?“ View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) Bað hennar í búbblu baði Hún heldur áfram og lýsir því hvernig hún hafi verið stödd á sínum uppáhalds stað á jörðinni, í búbblu baði og hvernig fallega ástin hennar hafi farið niður á hné og beðið hennar. Hún segir bónorðið hafa komið sér algjörlega að óvarri. „Ég horfði bara í augun hans brosandi og grátandi á sama tíma að reyna að átta mig á þeirri staðreynd að eftir tuttugu ár væri þetta að gerast aftur. Ég var bókstaflega orðlaus og hann spurði mig „er þetta já?“ og ég sagði JÁ auðvitað er þetta JÁ“ Brosti og grét JLo heldur áfram að lýsa stóru stundinni og segist hafa brosað hringinn og grátið allt á sama tíma á meðan hún fann fyrir hamingju og leið eins og hún væri heil. „Þetta var ekkert yfirdrifið en þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér. Bara rólegt laugardagskvöld heima, tvær manneskjur að lofa því að vera alltaf til staðar fyrir hvort annað,“ segir hún um kvöldið. Hún bætir því við að þau séu tvær heppnar manneskjur sem séu að fá annað tækifæri á sannri ást. Þau eru búin að vera saman frá því í maí á síðasta ári og valdi Ben grænan hring sem er happaliturinn hennar. Hringurinn er grænn og glæsilegur.Skjáskot/J-LO fréttabréfið. Eldri og vitrari Jennifer sagði nýlega í viðtali að í dag væru þau eldri og vitrari en þau voru síðast og búi yfir meiri reynslu. Heimildir herma að nýtrúlofaða parið ætli að hafa börnin sín stóran part af athöfninni. JLo á í dag tvíburana Emme og Max með fyrrverandi eiginmanni sínum Marc Anthony. Ben á börnin Violet, Seraphina og Samuel með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Garner sem hann var giftur í þrettán ár og eru þau miklir vinir enn í dag. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) „Við eigum börn og við virðum hvort annað.. Við lifum lífinu okkar á þann hátt sem við getum verið stolt af og börnin okkar geta verið stolt af,“ segir Jennifer Lopez um framtíðina saman.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47 Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31 Bennifer saman á rauða dreglinum á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur. 11. september 2021 09:41 Affleck byrjaði að senda ástarbréf og virðist hafa krækt í Jennifer Lopez á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma. 11. maí 2021 12:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47
Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31
Bennifer saman á rauða dreglinum á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur. 11. september 2021 09:41
Affleck byrjaði að senda ástarbréf og virðist hafa krækt í Jennifer Lopez á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma. 11. maí 2021 12:31