Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 21:34 Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56