Körfubolti

Lögmál leiksins: „Þeir eru búnir að vera að tikka á öllum sílendrum frá áramótum“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lögmál leiksins er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 21:05 í kvöld.
Lögmál leiksins er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 21:05 í kvöld. Stöð 2 Sport

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 21:05 í kvöld og í þætti kvöldsins verður meðal annars rætt um gott gengi Minnesota Timberwolves seinustu mánuði.

„Þetta sem Timberwolves sýndi í þessum leik er í rauninni rökrétt áframhald á því sem þer búið að vera í gangi, “ segir Kjartan Atli Kjartansson í upphafi innslagsins sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

„Liðið er búið að vera með bestu, næstbestu, þriðju bestu sóknina - það fer eftir því hvernig þú lítur á það - frá áramótum. Þeir eru búnir að vera að tikka á öllum sílendrum frá áramótum sóknarlega og setja 130 stig á móti liðinu sem er í öðru sæti í Vestrinu. Þannig að þetta ætti ekki að koma mörgum á óvart.“

Næst fengu sérfræðingar þáttarins að heyra hvað Patrick Beverley, leikamður Minnesota Timberwolves, hafði að segja eftir leikinn, en hann var vægast sagt í góðum gír. Beverley var áður leikmaður Los Angeles Clippers, en á leið sinni í úrslitakeppnina sló Minnesota-liðið hans gömlu félaga úr leik.

Klippa: Lögmál leiksins: Minnesota Timberwolves

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×