„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2022 14:09 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa fordæmt gjörðir ríkisstjórnarinnar. Samsett Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Greint var frá fyrirætlununum í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja í morgun en erfiðlega hefur gengið að fá svör frá ráðherrunum um bankasöluna í nokkurn tíma. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir fordæmt þessa niðurstöðu og segja hana til marks um að ráðherrar vilji fórna bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að með yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar sé allri pólitískri ábyrgð varpað á bankasýsluna. „Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ segir hann í grein sem birtist á Vísi. „Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist.“ Almenningur orðið fyrir óafturkræfu tjóni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu vera ótvíræða og bundna í lög. „Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti,“ skrifar Helga Vala í Facebook-færslu. Hún bætir við að almenningur hafi orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka Bjarna og það verði ríkisstjórnin að viðurkenna. „Annað er óboðlegt.“ Aum smjörklípa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir það „klassískt yfirklór og aum smjörklípa“ að ætla að leggja niður bankasýsluna til að forða ráðherrum frá því að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Bjarni Benediktsson ber skýra lagalega ábyrgð á öllu ferlinu en enn og aftur á að fella lög sem ekki var farið eftir til þess að grafa lögbrotið í rústunum,“ skrifar hún á Facebook. Þá segir Þórhildur Sunna það til marks um tvískinnung að ríkisstjórnin lýsi því nú yfir í yfirlýsingu sinni að almenningur eigi skýra kröfu um að allar upplýsingar um bankasöluna séu upp á borðum á sama tíma og ráðherrar forðist að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort lausn ríkisstjórnarinnar hafi hreinlega fundið í páskaeggi. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að stutt sé síðan Bjarni lýsti því yfir að hann hafi verið gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmdina á útboði bankasýslunnar. Nú innan við mánuði síðar leggi ríkisstjórnin til að stofnunin verði lögð niður. lang='is' dir='ltr'>Frétt frá 23. mars, þar sem segi:'Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.' Nú nokkrum vikum síðar er Bankasýslan lögð niður. https://t.co/6IY6AZTTsp — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) April 19, 2022> Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ekkert að orðlengja um hlutina. Embættismenn undir rútuna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ráðherra með ákvörðun sinni henda embættismönnum undir rútuna fyrir klúður sem þau beri sömuleiðis ábyrgð á. „Þetta mál er _mjög_ skýrt. Bankasýslunni er gert að fylgjast með markaðsaðstæðum og ráðleggja ráðherra hvenær og hvernig er gott að selja. Ráðherra setur upp markmið með sölunni í leiðbeiningum til Bankasýslunnar. Bankasýslan framkvæmir söluna samkvæmt leiðbeiningu og skilar niðurstöðunni til ráðherra sem kvittar upp á að allt hafi verið samkvæmt forskriftinni,“ segir hann í Facebook-færslu. Það sé skýrt að fjármálaráðherra beri ábyrgð á vissum atriðum í framkvæmd sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bankasýslan ábyrgð á öðrum. „Klúðrið gerðist hjá báðum og þar af leiðandi ekki hægt að kenna bara öðrum um. Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra.“
Greint var frá fyrirætlununum í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja í morgun en erfiðlega hefur gengið að fá svör frá ráðherrunum um bankasöluna í nokkurn tíma. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir fordæmt þessa niðurstöðu og segja hana til marks um að ráðherrar vilji fórna bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að með yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar sé allri pólitískri ábyrgð varpað á bankasýsluna. „Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ segir hann í grein sem birtist á Vísi. „Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist.“ Almenningur orðið fyrir óafturkræfu tjóni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu vera ótvíræða og bundna í lög. „Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti,“ skrifar Helga Vala í Facebook-færslu. Hún bætir við að almenningur hafi orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka Bjarna og það verði ríkisstjórnin að viðurkenna. „Annað er óboðlegt.“ Aum smjörklípa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir það „klassískt yfirklór og aum smjörklípa“ að ætla að leggja niður bankasýsluna til að forða ráðherrum frá því að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Bjarni Benediktsson ber skýra lagalega ábyrgð á öllu ferlinu en enn og aftur á að fella lög sem ekki var farið eftir til þess að grafa lögbrotið í rústunum,“ skrifar hún á Facebook. Þá segir Þórhildur Sunna það til marks um tvískinnung að ríkisstjórnin lýsi því nú yfir í yfirlýsingu sinni að almenningur eigi skýra kröfu um að allar upplýsingar um bankasöluna séu upp á borðum á sama tíma og ráðherrar forðist að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort lausn ríkisstjórnarinnar hafi hreinlega fundið í páskaeggi. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að stutt sé síðan Bjarni lýsti því yfir að hann hafi verið gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmdina á útboði bankasýslunnar. Nú innan við mánuði síðar leggi ríkisstjórnin til að stofnunin verði lögð niður. lang='is' dir='ltr'>Frétt frá 23. mars, þar sem segi:'Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.' Nú nokkrum vikum síðar er Bankasýslan lögð niður. https://t.co/6IY6AZTTsp — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) April 19, 2022>
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38