„Í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. apríl 2022 10:00 Hljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Villian Origin Story. Anna Karen Richardson Nýja íslenska rokk hljómsveitin Tragically Unknown sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag sem ber nafnið Villain Origin Story. Hljómsveitin er skipuð þeim Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi, og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu. View this post on Instagram A post shared by Tragically Unknown (@tragicallyunknown) Hvernig varð hljómsveitin Tragically Unknown til og hvaðan kemur nafnið? Oddur Mar Árnason (gítarleikari): Helena hafði minnst á það að búa til hljómsveit við okkur Þórgný nokkrum sinnum. Við enduðum á að tala saman um að við gætum örugglega búið til einhverja skemmtilega tónlist þar sem að við hlustum öll á frekar mismunandi tónlist og það gæti verið gaman að búa til eitthvað saman með mismunandi innblástur. Stuttu seinna vorum við þrjú komin heim til mín að taka fyrstu æfinguna okkar. Nafnið tók sinn tíma að verða til en það var Helena minnir mig sem lagði það til og okkur fannst það frekar fyndið því þá gátum við sagt „hljómsveitin heitir Tragically Unknown að því að við erum það“. Helena Hafsteinsdóttir (söngkona): Já einmitt, að mig minnir hafði Þórgnýr nefnt einhvern annan titill sem byrjaði á Tragically, hvort það hafi verið Tragically Numb eða eitthvað og mér datt Unknown í hug í staðinn. Mér fannst það aðallega bara svolítið fyndið. Auður Pálmadóttir hannaði art-workið fyrir lagið.Aðsend Hvaðan sækið þið innblástur í tónlistarsköpun ykkar og þá sérstaklega í nýja laginu ykkar? Þórgnýr Einar Albertsson (bassaleikari): Eins og Oddur sagði þá hlustum við á frekar mismunandi tónlist. Oddur spilar Johnny Cash í fimm klukkutíma á dag, ég hlusta á death metal og Taylor Swift og Helena sér svo um að hlusta á restina, svona hér um bil. Þegar við vorum að byrja að hittast og spila saman vorum við voðalega mikið að sækja í Paramore og sambærilegar hljómsveitir frá því um aldamótin. Þetta popppönk sound sem hvarf en er pínu að koma aftur núna. Síðan hefur þetta þróast áfram út frá því og hvert og eitt okkar komið með alls konar sniðugt inn í ferlið. Þetta nýja lag, Villain Origin Story, er með vott af bitinu sem er í þessari popp pönk tónlist en hefur líka alls konar melódíur sem gefa því ágæta dýpt. Hljómsveitarmeðlimir Tragically Unknown koma úr ólíkum áttum í tónlistarheiminum en mætast skemmtilega á miðri leið.Anna Karen Richardson Helena: Já þetta lag tekur algjörlega innblástur sinn frá popppönki, svona upbeat reiði ef það má orða það þannig. Villain Origin Story kom svolítið hratt til okkar. Lagið fjallar um þessi ár frá því að vera barn og svo að verða fullorðin og hvernig ævintýri mála fyrir okkur mynd af fullkomnum heimi og fullkonum drauma prinsum en eru í raun að upphefja allskonar hluti sem eru ekki jákvæðir, svo sem kynferðisofbeldi. Mig hefur alltaf langað til þess að skrifa lag um kynferðisofbeldið sem ég varð fyrir sem unglingur, án þess að þurfa að opna mig um alla upplifunina eða finnast ég of berskjölduð. Mér fannst þetta lag einmitt ná fullkomna milliveginum þar sem ég er reið og skila skömminni en ekki að rífa upp opið sár. Svo fannst mér mjög skemmtilegt að vefa saman texta um ævintýri inn í það. Titill lagsins og aðallína viðlagsins tekur innblástur af TikTok, en þar er mikið talað um uppruna vondu kallanna í ævintýrum og er það kallað „their villain origin story“. Mér finnst kynferðisofbeldi algjörlega geta verið upprunnin á svoleiðis sögu og ákvað að skrifa texta um það. Laglínan kom bara í einhverju improv-sessjoni á æfingu með strákunum. Ég vinn mjög mikið með það að improvísera laglínur og held svo því sem við fílum og held áfram þar til eitthvað púslast saman. @tragically_unknown We can't wait for Friday #musician #musictok #music #poppunk #fyp As It Was - Harry Styles Hvernig fór lagið Villain Origin Story frá því að vera hugmynd yfir í að verða tilbúið? Þórgnýr: Ég var með bassalínuna og píanóstefið í inngangi lagsins í höfðinu í nokkurn tíma og krotaði niður hljóðfærapartana og lagið í kringum hana, svona hér um bil. Síðan mætti ég með lagið á eina af allra fyrstu æfingunum þar sem við spiluðum í gegnum það og Helena samdi laglínuna og textann að miklu leyti á staðnum á þessari æfingu og næstu örfáu æfingum á eftir. Síðan slípaðist það til og fínpússaðist, eins og vill gerast, viku frá viku bæði á æfingum og þegar við spiluðum það fyrir vini sem komu með fínustu uppástungur og hugmyndir. Síðan mættum með lagið í upptökur þar sem framleiðandinn veitti okkur góða aðstoð við að reka smiðshögg á verkið og klára það. Það breyttist töluvert í ferlinu hugsa ég. Lagið varð töluvert styttra, sem betur fer enda fulllangt í fyrstu atrennu, og heilt yfir bara miklu skemmtilegra. Hvað er á döfinni? Þórgnýr: Við erum með næsta lag á lokametrunum í vinnslu sem ég er fáránlega spenntur fyrir að gefa út. Það kemur í næsta mánuði þannig ég myndi fylgjast ofboðslega vel með og bíða spenntur. Svo eru fleiri lög á leiðinni yfir sumarið áður en fyrsta platan okkar kemur út í haust. Við erum búin að vera að semja á meira en fullu frá því við byrjuðum í október síðastliðnum og kláruðum fyrir nokkrum vikum að semja öll lögin fyrir plötuna. Það hefur enn ekkert verið neglt niður með fyrstu almennilegu tónleikana en það gerist von bráðar og verður alveg örugglega einhver veisla. View this post on Instagram A post shared by Tragically Unknown (@tragicallyunknown) Annað sem þið viljið taka fram? Helena: Ég bara vona að þið hlustið á lagið okkar og ef eitthvert ykkar hefur átt svipaða lífsreynslu og ég vil ég bara segja að ég mæli með að leita hjálpar sem fyrst. Ég hefði ekki getað skrifað um þetta þegar ég var sautján en í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp. Að miklu leiti er það af því ég leitaði mér hjálpar, tvisvar meira að segja. Stuttu eftir og svo þegar ég var í leiklistarnáminu mínu úti í LA. Svona hlutir taka tíma og það er mikilvægt að vinna úr þeim ef það er hægt, t.d. hjá Stígamótum. Oddur: Ef ykkur líst vel á tónlistina okkar megið þið endilega fylgjast með okkur á samfélagsmiðlunum okkar á Instagram @tragicallyunknown og TikTok @tragically_unknown. Þar er hægt að kynnast okkur aðeins betur, fá að vita hvenær næsta lagið okkar kemur út og hver veit nema við verðum með eitthvað skemmtilegt í gangi á næstunni. Annars erum við bara að rétt að byrja og hlökkum rosalega til að gefa út meiri tónlist. Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóg og erum þeim innilega þakklát. Tónlist Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Tragically Unknown (@tragicallyunknown) Hvernig varð hljómsveitin Tragically Unknown til og hvaðan kemur nafnið? Oddur Mar Árnason (gítarleikari): Helena hafði minnst á það að búa til hljómsveit við okkur Þórgný nokkrum sinnum. Við enduðum á að tala saman um að við gætum örugglega búið til einhverja skemmtilega tónlist þar sem að við hlustum öll á frekar mismunandi tónlist og það gæti verið gaman að búa til eitthvað saman með mismunandi innblástur. Stuttu seinna vorum við þrjú komin heim til mín að taka fyrstu æfinguna okkar. Nafnið tók sinn tíma að verða til en það var Helena minnir mig sem lagði það til og okkur fannst það frekar fyndið því þá gátum við sagt „hljómsveitin heitir Tragically Unknown að því að við erum það“. Helena Hafsteinsdóttir (söngkona): Já einmitt, að mig minnir hafði Þórgnýr nefnt einhvern annan titill sem byrjaði á Tragically, hvort það hafi verið Tragically Numb eða eitthvað og mér datt Unknown í hug í staðinn. Mér fannst það aðallega bara svolítið fyndið. Auður Pálmadóttir hannaði art-workið fyrir lagið.Aðsend Hvaðan sækið þið innblástur í tónlistarsköpun ykkar og þá sérstaklega í nýja laginu ykkar? Þórgnýr Einar Albertsson (bassaleikari): Eins og Oddur sagði þá hlustum við á frekar mismunandi tónlist. Oddur spilar Johnny Cash í fimm klukkutíma á dag, ég hlusta á death metal og Taylor Swift og Helena sér svo um að hlusta á restina, svona hér um bil. Þegar við vorum að byrja að hittast og spila saman vorum við voðalega mikið að sækja í Paramore og sambærilegar hljómsveitir frá því um aldamótin. Þetta popppönk sound sem hvarf en er pínu að koma aftur núna. Síðan hefur þetta þróast áfram út frá því og hvert og eitt okkar komið með alls konar sniðugt inn í ferlið. Þetta nýja lag, Villain Origin Story, er með vott af bitinu sem er í þessari popp pönk tónlist en hefur líka alls konar melódíur sem gefa því ágæta dýpt. Hljómsveitarmeðlimir Tragically Unknown koma úr ólíkum áttum í tónlistarheiminum en mætast skemmtilega á miðri leið.Anna Karen Richardson Helena: Já þetta lag tekur algjörlega innblástur sinn frá popppönki, svona upbeat reiði ef það má orða það þannig. Villain Origin Story kom svolítið hratt til okkar. Lagið fjallar um þessi ár frá því að vera barn og svo að verða fullorðin og hvernig ævintýri mála fyrir okkur mynd af fullkomnum heimi og fullkonum drauma prinsum en eru í raun að upphefja allskonar hluti sem eru ekki jákvæðir, svo sem kynferðisofbeldi. Mig hefur alltaf langað til þess að skrifa lag um kynferðisofbeldið sem ég varð fyrir sem unglingur, án þess að þurfa að opna mig um alla upplifunina eða finnast ég of berskjölduð. Mér fannst þetta lag einmitt ná fullkomna milliveginum þar sem ég er reið og skila skömminni en ekki að rífa upp opið sár. Svo fannst mér mjög skemmtilegt að vefa saman texta um ævintýri inn í það. Titill lagsins og aðallína viðlagsins tekur innblástur af TikTok, en þar er mikið talað um uppruna vondu kallanna í ævintýrum og er það kallað „their villain origin story“. Mér finnst kynferðisofbeldi algjörlega geta verið upprunnin á svoleiðis sögu og ákvað að skrifa texta um það. Laglínan kom bara í einhverju improv-sessjoni á æfingu með strákunum. Ég vinn mjög mikið með það að improvísera laglínur og held svo því sem við fílum og held áfram þar til eitthvað púslast saman. @tragically_unknown We can't wait for Friday #musician #musictok #music #poppunk #fyp As It Was - Harry Styles Hvernig fór lagið Villain Origin Story frá því að vera hugmynd yfir í að verða tilbúið? Þórgnýr: Ég var með bassalínuna og píanóstefið í inngangi lagsins í höfðinu í nokkurn tíma og krotaði niður hljóðfærapartana og lagið í kringum hana, svona hér um bil. Síðan mætti ég með lagið á eina af allra fyrstu æfingunum þar sem við spiluðum í gegnum það og Helena samdi laglínuna og textann að miklu leyti á staðnum á þessari æfingu og næstu örfáu æfingum á eftir. Síðan slípaðist það til og fínpússaðist, eins og vill gerast, viku frá viku bæði á æfingum og þegar við spiluðum það fyrir vini sem komu með fínustu uppástungur og hugmyndir. Síðan mættum með lagið í upptökur þar sem framleiðandinn veitti okkur góða aðstoð við að reka smiðshögg á verkið og klára það. Það breyttist töluvert í ferlinu hugsa ég. Lagið varð töluvert styttra, sem betur fer enda fulllangt í fyrstu atrennu, og heilt yfir bara miklu skemmtilegra. Hvað er á döfinni? Þórgnýr: Við erum með næsta lag á lokametrunum í vinnslu sem ég er fáránlega spenntur fyrir að gefa út. Það kemur í næsta mánuði þannig ég myndi fylgjast ofboðslega vel með og bíða spenntur. Svo eru fleiri lög á leiðinni yfir sumarið áður en fyrsta platan okkar kemur út í haust. Við erum búin að vera að semja á meira en fullu frá því við byrjuðum í október síðastliðnum og kláruðum fyrir nokkrum vikum að semja öll lögin fyrir plötuna. Það hefur enn ekkert verið neglt niður með fyrstu almennilegu tónleikana en það gerist von bráðar og verður alveg örugglega einhver veisla. View this post on Instagram A post shared by Tragically Unknown (@tragicallyunknown) Annað sem þið viljið taka fram? Helena: Ég bara vona að þið hlustið á lagið okkar og ef eitthvert ykkar hefur átt svipaða lífsreynslu og ég vil ég bara segja að ég mæli með að leita hjálpar sem fyrst. Ég hefði ekki getað skrifað um þetta þegar ég var sautján en í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp. Að miklu leiti er það af því ég leitaði mér hjálpar, tvisvar meira að segja. Stuttu eftir og svo þegar ég var í leiklistarnáminu mínu úti í LA. Svona hlutir taka tíma og það er mikilvægt að vinna úr þeim ef það er hægt, t.d. hjá Stígamótum. Oddur: Ef ykkur líst vel á tónlistina okkar megið þið endilega fylgjast með okkur á samfélagsmiðlunum okkar á Instagram @tragicallyunknown og TikTok @tragically_unknown. Þar er hægt að kynnast okkur aðeins betur, fá að vita hvenær næsta lagið okkar kemur út og hver veit nema við verðum með eitthvað skemmtilegt í gangi á næstunni. Annars erum við bara að rétt að byrja og hlökkum rosalega til að gefa út meiri tónlist. Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóg og erum þeim innilega þakklát.
Tónlist Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira