Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2022 13:49 Johnny Depp bar vitni í eigin máli gegn Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, í gær. Hann mun halda vitnisburði sínum áfram í dag. Getty/Jim Watson Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. „Markmið mitt er að draga fram sannleikann vegna þess að ég gat ekki lifað með því að allt fólkið, sem ég hef kynnst í gegnum árin, héldi að ég væri eitthvað sem ég er ekki,“ sagði Depp í vitnastúku í gær. Aðalmeðferð í ærumeiðingamáli hans gegn Heard fer nú fram í sýsludómi í Fairfax í Virginíu. Meðferðin er á annarri viku og búast má við því að vitnaleiðslur og málflutningur muni fara fram í nokkra daga í viðbót. Depp tók þá ákvörðun, sem kom einhverjum á óvart, að bera sjálfur vitni í málinu. Hann steig í vitnastúku í gær og harðneitaði að hafa nokkurn tíma lagt hönd á Heard. Þá sagði hann ásakanir hennar um að hann hafi beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi hræðilegar og úr lausu lofti gripnar. Hefur tapað tveimur ærumeiðingamálum vegna greinar Heard Mál Depps byggir á grein, sem Heard skrifaði fyrir Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist vera orðin andlit þolenda heimilisofbeldis. Depp var hvergi nefndur á nafn í greininni en í henni komu fram lýsingar á ofbeldi sem hún hafði áður sagt frá við skilnað þeirra árið 2016. Við skilnaðinn fékk Heard nálgunarbann gegn Depp vegna ásakana um ofbeldi. Þetta er annað skiptið sem Depp stefnir Heard fyrir ærumeiðingar en hann tapaði slíku máli gegn henni fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Þá tapaði hann sömuleiðis ærumeiðingamáli sem hann höfðaði gegn News Group Newspapers, sem gefur út breska götublaðið The Sun eftir að hann var kallaður heimilisofbeldismaður (e. Wife beater) í frétt blaðsins. Hann tapaði því máli sömuleiðis. Amber Heard hefur enn ekki borið vitni í málinu.Getty/Jim Watson Frá því að Heard birti ásakanirnar opinberlega hefur Depp misst hvert hlutverkið á fætur öðru eða sagt sig frá verkefnum. „Síðustu sex ár hafa verið mjög erfið. Það er mjög skrítið að vera einn daginn Öskubuska og svo hálfri sekúndu seinna ertu orðinn Hringjarinn af Notre Dame.“ Segir mömmu sína hafa beitt sig ofbeldi í æsku Depp sat lengi í vitnastúku í gær og talaði þar meðal annars um barnæsku sína en hann sagðist hafa orðið fyrir stöðugu ofbeldi frá móður sinni í æsku. Hann tók þá fram að þegar hann varð sjálfur faðir hafi hann gert allt sem hann gat til að tryggja að hans eigin börn myndu ekki upplifa sama hrylling í æsku. Depp talaði sömuleiðis um upphafið á sambandi þeirra Heard en þau gengu í hjónaband árið 2015. Hann sagði að í fyrstu hafi allt gengið eins og í sögu. Þau hafi átt margt sameiginlegt og notið lífsins. Hins vegar hafi verið til staðar litlir hlutir, sem hefðu átt að benda til þess að sambandið yrði ekki eins og dans á rósum. Hún hafi til dæmis farið í uppnám eitt sinn þegar hann leyfði henni ekki að klæða sig úr skónum þegar hann kom heim, eins hún gerði venjulega. Hún hafi sömuleiðis orðið honum reið ef hann fór ekki í háttinn þegar hún var tilbúin til þess. „Ég skildi það ekki, sem maður á sextugsaldri gat ég ekki bara farið að sofa þegar ég vildi það. Ég var líka meðvitaður um að ég var gamli, hrjúfi karlfauskurinn og hún var þessi fallega vera,“ sagði Depp. Viðurkennir neyslu en segir sögur Heard ýktar Frá því að aðalmeðferð í málinu hófst hefur fjöldi vina, ættingja og starfsmanna Depp borið vitni þess efnis að Heard hafi verið sú sem var ofbeldisfull í sambandinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Heard sagði þá frá því í vitnastúku að Heard hafi eitt sinn hrækt framan í hana. Lögmenn Heard segja þá að Depp hafi ítrekað beitt Heard kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi og hann hafi oft gert það eftir að hafa drukkið of mikið eða tekið fíkniefni. Depp hefur ítrekað talað um það að vera háður áfengi og fíkniefnum og sagði í vitnastúku að hann hafi nokkrum sinnum tekið kókaín með Whitney, systur Heard. Hann hafi þó ekki haft þörf til að vera stöðugt undir áhrifum fíkniefna. Depp sagðist sömuleiðis hafa orðið háður verkjalyfjum eftir að hann fékk þau uppáskrifuð í kjölfar slyss sem hann varð fyrir við tökur á fjórðu Pirates of the Caribbean kvikmyndinni. Hann hafi sömuleiðis farið að misnota geðlyf móður sinnar þegar hann var unglingur. Hann sagðist þó löngu hættur að taka lyfin reglulega og sagðist hafa verið edrú í lengri tíma í gegn um árin. „Sögurnar sem Heard segir af minni neyslu eru mjög ýktar. Og það hryggir mig að segja að margar þeirra eru einfaldlega ekki sannar. Ég held bara að það hafi verið auðvelt fyrir hana að ljúga þessu upp á mig,“ sagði Depp í gær. Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. 19. apríl 2022 13:46 Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Markmið mitt er að draga fram sannleikann vegna þess að ég gat ekki lifað með því að allt fólkið, sem ég hef kynnst í gegnum árin, héldi að ég væri eitthvað sem ég er ekki,“ sagði Depp í vitnastúku í gær. Aðalmeðferð í ærumeiðingamáli hans gegn Heard fer nú fram í sýsludómi í Fairfax í Virginíu. Meðferðin er á annarri viku og búast má við því að vitnaleiðslur og málflutningur muni fara fram í nokkra daga í viðbót. Depp tók þá ákvörðun, sem kom einhverjum á óvart, að bera sjálfur vitni í málinu. Hann steig í vitnastúku í gær og harðneitaði að hafa nokkurn tíma lagt hönd á Heard. Þá sagði hann ásakanir hennar um að hann hafi beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi hræðilegar og úr lausu lofti gripnar. Hefur tapað tveimur ærumeiðingamálum vegna greinar Heard Mál Depps byggir á grein, sem Heard skrifaði fyrir Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist vera orðin andlit þolenda heimilisofbeldis. Depp var hvergi nefndur á nafn í greininni en í henni komu fram lýsingar á ofbeldi sem hún hafði áður sagt frá við skilnað þeirra árið 2016. Við skilnaðinn fékk Heard nálgunarbann gegn Depp vegna ásakana um ofbeldi. Þetta er annað skiptið sem Depp stefnir Heard fyrir ærumeiðingar en hann tapaði slíku máli gegn henni fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Þá tapaði hann sömuleiðis ærumeiðingamáli sem hann höfðaði gegn News Group Newspapers, sem gefur út breska götublaðið The Sun eftir að hann var kallaður heimilisofbeldismaður (e. Wife beater) í frétt blaðsins. Hann tapaði því máli sömuleiðis. Amber Heard hefur enn ekki borið vitni í málinu.Getty/Jim Watson Frá því að Heard birti ásakanirnar opinberlega hefur Depp misst hvert hlutverkið á fætur öðru eða sagt sig frá verkefnum. „Síðustu sex ár hafa verið mjög erfið. Það er mjög skrítið að vera einn daginn Öskubuska og svo hálfri sekúndu seinna ertu orðinn Hringjarinn af Notre Dame.“ Segir mömmu sína hafa beitt sig ofbeldi í æsku Depp sat lengi í vitnastúku í gær og talaði þar meðal annars um barnæsku sína en hann sagðist hafa orðið fyrir stöðugu ofbeldi frá móður sinni í æsku. Hann tók þá fram að þegar hann varð sjálfur faðir hafi hann gert allt sem hann gat til að tryggja að hans eigin börn myndu ekki upplifa sama hrylling í æsku. Depp talaði sömuleiðis um upphafið á sambandi þeirra Heard en þau gengu í hjónaband árið 2015. Hann sagði að í fyrstu hafi allt gengið eins og í sögu. Þau hafi átt margt sameiginlegt og notið lífsins. Hins vegar hafi verið til staðar litlir hlutir, sem hefðu átt að benda til þess að sambandið yrði ekki eins og dans á rósum. Hún hafi til dæmis farið í uppnám eitt sinn þegar hann leyfði henni ekki að klæða sig úr skónum þegar hann kom heim, eins hún gerði venjulega. Hún hafi sömuleiðis orðið honum reið ef hann fór ekki í háttinn þegar hún var tilbúin til þess. „Ég skildi það ekki, sem maður á sextugsaldri gat ég ekki bara farið að sofa þegar ég vildi það. Ég var líka meðvitaður um að ég var gamli, hrjúfi karlfauskurinn og hún var þessi fallega vera,“ sagði Depp. Viðurkennir neyslu en segir sögur Heard ýktar Frá því að aðalmeðferð í málinu hófst hefur fjöldi vina, ættingja og starfsmanna Depp borið vitni þess efnis að Heard hafi verið sú sem var ofbeldisfull í sambandinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Heard sagði þá frá því í vitnastúku að Heard hafi eitt sinn hrækt framan í hana. Lögmenn Heard segja þá að Depp hafi ítrekað beitt Heard kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi og hann hafi oft gert það eftir að hafa drukkið of mikið eða tekið fíkniefni. Depp hefur ítrekað talað um það að vera háður áfengi og fíkniefnum og sagði í vitnastúku að hann hafi nokkrum sinnum tekið kókaín með Whitney, systur Heard. Hann hafi þó ekki haft þörf til að vera stöðugt undir áhrifum fíkniefna. Depp sagðist sömuleiðis hafa orðið háður verkjalyfjum eftir að hann fékk þau uppáskrifuð í kjölfar slyss sem hann varð fyrir við tökur á fjórðu Pirates of the Caribbean kvikmyndinni. Hann hafi sömuleiðis farið að misnota geðlyf móður sinnar þegar hann var unglingur. Hann sagðist þó löngu hættur að taka lyfin reglulega og sagðist hafa verið edrú í lengri tíma í gegn um árin. „Sögurnar sem Heard segir af minni neyslu eru mjög ýktar. Og það hryggir mig að segja að margar þeirra eru einfaldlega ekki sannar. Ég held bara að það hafi verið auðvelt fyrir hana að ljúga þessu upp á mig,“ sagði Depp í gær.
Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. 19. apríl 2022 13:46 Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. 19. apríl 2022 13:46
Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19
Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16