Körfubolti

Sólirnar hita­lægri þar sem Booker missir af næstu leikjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Devin Booker missir af næstu leikjum Phoenix Suns.
Devin Booker missir af næstu leikjum Phoenix Suns. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Devin Booker, stjörnuleikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, er tognaður á læri og missir af næstu leikjum liðsins. Ekki er ljóst hvort hann missir af allri fyrstu umferð átta liða úrslita Austurdeildar.

Sólirnar frá Phoenix voru langbesta lið NBA-deildarkeppninnar en eins og NBA ofvitar vita breytast hlutirnir hratt í úrslitakeppninni. Eftir tvo leiki gegn New Orleans Pelicans er staðan í einvíginu 1-1 og toppliðið gæti verið í veseni.

Devin Booker, hin 25 ára gamla ofurstjarna liðsins, er meiddur á læri og verður að öllum líkindum ekki með í næstu tveimur leikjum. Fyrst var talið að Booker myndi missa af allri seríunni en ef marka má nýjustu heimildir er um væga tognun að ræða.

Booker spilað aðeins 25 mínútur í síðasta leik en skoraði samt 31 stig á aðeins 25 mínútum. Hann er með 56 stig í leikjunum tveimur og ljóst að munar um minna. 

Það er nú undir gamla brýninu Chris Paul komið að kokka upp leið til að vinna Brandon Ingram og félaga í Pelicans án Booker.

Næsti leikur einvígisins er klukkan 03.30 á aðfaranótt laugardags, 23. apríl.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×