Fær 200 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 16:00 „Ég vil þennan, þennan og þennan,“ gæti Ten Hag verið að segja hér. EPA-EFE/Maurice van Steen Erik ten Hag var loks staðfestur sem stjóri enska fótboltafélagsins Manchester United í dag og nú herma nýjustu fregnir að hann fái allt að 200 milljónir til að eyða í nýja leikmenn. Í gær greindi Vísir frá því að tiltekt væri þegar hafin innan raða Manchester United þar sem tveir háttsettir menn er kemur að því að finna nýja leikmenn eru horfnir á braut. Þá hefur verið talað um að tíu til tólf leikmenn séu á förum frá félaginu. Fjöldi leikmanna er að renna út á samning og þá er stefnt að því að selja þónokkra leikmenn sem Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, telur ekki nægilega góða. Eflaust er Ten Hag hafður með í ráðum. Þeir Paul Pogba, Jesse Lingard, Juan Mata, Edinson Cavani og Lee Grant renna allir út á samning í sumar. Þá er talið að fjöldi leikmanna sé til sölu. Samningur serbneska miðjumannsins Nemanja Matic mun einnig renna út í sumar þar sem félagið samþykkti að rifta samningi hans að tímabilinu loknu þó svo að hann ætti að gilda til sumarsins 2023. Talið er að Matic fari í opinn faðm José Mourinho í Rómarborg. Yrði það í þriðja skiptið sem hann spilar undir stjórn Mourinho. Erik ten Hag is set to get £200m to spend on signings at #MUFC this summer, while up to 12 players could be leaving — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 21, 2022 Samkvæmt frétt Sky Sports mun Ten Hag fá allt að 200 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá er ekki talið með það fjármagn sem gæti komið í kassann við sölur á leikmönnum. Að lokum segir á vef Sky Sports að Man United hafi samþykkt að borga Ajax tvær og hálfa milljón punda fyrir bæði Ten Hag sem og aðstoðarmann hans Mitchell van der Gaag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að tiltekt væri þegar hafin innan raða Manchester United þar sem tveir háttsettir menn er kemur að því að finna nýja leikmenn eru horfnir á braut. Þá hefur verið talað um að tíu til tólf leikmenn séu á förum frá félaginu. Fjöldi leikmanna er að renna út á samning og þá er stefnt að því að selja þónokkra leikmenn sem Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, telur ekki nægilega góða. Eflaust er Ten Hag hafður með í ráðum. Þeir Paul Pogba, Jesse Lingard, Juan Mata, Edinson Cavani og Lee Grant renna allir út á samning í sumar. Þá er talið að fjöldi leikmanna sé til sölu. Samningur serbneska miðjumannsins Nemanja Matic mun einnig renna út í sumar þar sem félagið samþykkti að rifta samningi hans að tímabilinu loknu þó svo að hann ætti að gilda til sumarsins 2023. Talið er að Matic fari í opinn faðm José Mourinho í Rómarborg. Yrði það í þriðja skiptið sem hann spilar undir stjórn Mourinho. Erik ten Hag is set to get £200m to spend on signings at #MUFC this summer, while up to 12 players could be leaving — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 21, 2022 Samkvæmt frétt Sky Sports mun Ten Hag fá allt að 200 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá er ekki talið með það fjármagn sem gæti komið í kassann við sölur á leikmönnum. Að lokum segir á vef Sky Sports að Man United hafi samþykkt að borga Ajax tvær og hálfa milljón punda fyrir bæði Ten Hag sem og aðstoðarmann hans Mitchell van der Gaag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira