Sá verðmætasti strax á leið í sumarfrí eftir stuld á ögurstundu Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 07:31 Nikola Jokic og Stephen Curry í baráttu um boltann. Getty/Matthew Stockman Golden State Warriors eru einum sigri frá því að komast áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn á Denver Nuggets í nótt. Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira