Sá verðmætasti strax á leið í sumarfrí eftir stuld á ögurstundu Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 07:31 Nikola Jokic og Stephen Curry í baráttu um boltann. Getty/Matthew Stockman Golden State Warriors eru einum sigri frá því að komast áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn á Denver Nuggets í nótt. Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira