Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 09:00 Fullt tungl yfir höfuðstöðvum Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent