Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2022 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira