Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar en lyftan var tekin í notkun í fyrsta sinn í febrúar og hefur verið í notkun síðan.
„Nafnið er þannig til komið að lyftan liggur upp á hæð sem kölluð hefur verið Fjallkonuhæð og að baki hennar er Fjallkonuskál undir Hlíðarfjallsbrúninni,“ segir á vef bæjarins.
„Að auki er fjallkonan tákn Íslands og íslenskrar náttúru og nýja lyftan gerir gestum kleift að njóta útsýnis og fegurðar hennar en á björtum dögum er mjög víðsýnt úr fjallinu og auðveldlega má sjá til Herðubreiðar í austri,“ segir enn fremur.
Í tilefni tímamótanna og nýja nafnsins verður frítt í Hlíðarfjall á milli klukkan 13 og 16 á morgun. Þá verður gestum og gangandi boðið upp á grillaðar pylsur á Skaflinum við Skíðastaði milli klukkan 13 og 14 á meðan birgðir endast.
Fjölmennt er í fjallinu þessa dagana þar sem Andrésarleikarnir standa nú yfir í fjallinu þar sem skíðagarpar á öllum aldri keppa í hinum ýmsu skíðagreinum.