„Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2022 18:15 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, er einn ræðumanna á mótmælum sem boðuð eru á morgun til höfuðs fjármálaráðherra og bankasölunni. Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi segir ljóst að íslenskur almenningur geti ekki látið bjóða sér það óréttlæti sem hún segir birtast í útboðinu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“ Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“
Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31