Körfubolti

Höttur komið í efstu deild á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Höttur leikur í Subway-deild karla á næstu leiktíð.
Höttur leikur í Subway-deild karla á næstu leiktíð. Facebook/Höttur Körfubolti

Höttur frá Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Hattarmenn lögðu Álftanes 99-70 og unnu þar með einvígi liðanna um sæti í efstu deild örugglega 3-0.

Höttur var 2-0 yfir fyrir leik kvöldsins og ljóst að sigur myndi koma liðinu aftur í efstu deild. Það verður að segjast að sigur Hattar var aldrei í hættu en liðið var 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og munurinn var kominn upp í 14 stig í hálfleik.

Álftanes náði í raun aldrei að ógna forystu heimamanna og fór það svo að Höttur vann 29 stiga sigur, lokatölur 99-70 og sætið í Subway-deildinni tryggt.

David Guardia Ramos og Matej Karlovic voru stigahæstir hjá Hetti með 21 stig. Stigahæsti Íslendingurinn var Sævar Elí Jóhannsson með þrjú stig. Hjá Álftanesi var Cedrick Taylor Bowen stigahæstur með 21 stig.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×