Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2022 12:36 Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar vera komna í hring. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. Bjarni Benediktsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi nú fyrir hádegið þar sem hann fór yfir sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi bæði stjórnarandstöðuna og fjölmiðla harðlega og sagði dapurlegt að hlusta á margt það sem er sagt. „Menn rjúka til og grípa allskonar hluti sem er fleygt fram. Kjarninn fer fram og segir að meirihluti hafi selt strax eftir útboðið. Þetta er alrangt og leiðrétt en ég er ennþá að hitta blaðamenn sem halda þessu fram við mig,“ sagði Bjarni í morgun. „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ bætir Bjarni við og segir að skoða þurfi hlutina af sanngirni. Bjarni gagnrýndi fjölmiðla á Sprengisandi í morgun.Vísir/Vilhelm Bjarni sagði ekki margt hafa farið úrskeiðis í söluferlinu. Fréttir hafa verið fluttar af innherjaviðskiptum þar sem meðal annars starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi keypt sjálfir og að makar starfsmanna í lífeyrissjóðum hafi keypt hluti. Þá var faðir Bjarna einn af kaupendum hlutabréfa. „Var honum bannað að kaupa?“, spurði Bjarni. „Þú ert að telja upp atriði sem eru til skoðunar og geta aldrei hafa verið á pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra í þessu ferli. Ef einhverjir þátttakendur í þessu ferli, sem hafa samninga og hlutverk, brjóta af sér í ferlinu og virða ekki trúnað, misfara með upplýsingar eða eru sekir um hagsmunaárekstra þá verður að sjálfsögðu tekið á því með viðeigandi hætti,“ bætir Bjarni við. „Við erum með eftirlitsstofnanir, eins og fjármálaeftirlit Seðlabankans, sem ég vænti að séu að skoða hvort hæfir fjárfestar eingöngu hafi tekið þátt og mögulega önnur atriði sem þeir hafa fengið ábendingar um. Við skoðum það bara.“ Segir öllum markmiðum hafa verið náð Bjarni tók ekki undir þau orð Kristjáns að fjármálamarkaðurinn hafi beðið hnekki vegna málsins. „Við erum stödd á dögunum eftir þetta útboð, það er rétt um mánuður liðinn. Ég ætla að hafna þeirri kenningu að fjármálamarkaðir hafi beðið hnekki,“ sagði hann og var þá bent á af Kristjáni að framkvæmd málsins væri ekki hafin yfir vafa. „Eldarnir brenna næst mér, ekki fjármálamörkuðunum. Ég ætla ekki að skjóta mér undan því að mæta og svara. Ég er mjög stoltur af því hvernig til hefur tekist að taka til í ríkisfjármálum, að losa okkur undan höftum sem hafa meðal annars skilað Íslandsbanka til okkar. Að við séum búin að skrá hann í miðjum heimsfaraldri og að við höfum séð hundrað milljarða hækkun á bankanum.“ „Einnig að við fórum í útboð þar sem var tiltölulega lítið frávik þrátt fyrir ofboðslega mikið magn bréfa sem var selt, við erum komin með dreifðan hluthafa upp á næstum 15.000 hluthafa. Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ „Menn eru að gera ágreining um það að mögulega hafi starfsmaður í einhverjum sjóði látið maka sinn kaupa. Ég segi þá bara að endilega skoðum það. Það er gott að Seðlabankinn fer ofan í það en við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. „Mér finnst þetta mjög há þóknun“ Bjarni tók hins vegar undir þau orð að kostnaður við útboðið hefði verið hár og hefur Bankasýslan sett fyrirvara um greiðslu þess kostnaðar. „Mér finnst þetta mjög há þóknun. Bankasýslan hefur hins vegar bent á að þetta sé innan við helmingur við þá þóknun sem var greidd síðast. Það var viðameiri framkvæmd því það var frumskráning. En við erum að selja fyrir sömu fjárhæð,“ segir Bjarni og bætir við að hann hafi spurst fyrir um þennan þátt málsins og fengið þær upplýsingar að kostnaðurinn sé í hærri kantinum og sumir vilji meina að hann sé alltof hár. „Ég hef ekki aðkomu að því að gera þennan samning. Í samhengi við verkefnið finnst mér þetta frekar há þóknun og þetta er þá kannski einn liðurinn þegar við hugsuðum um það hvort við ættum að gera þetta öðruvísi.“ Í vikunni var sagt frá því að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður „Hún er þarna ennþá og það er einn þáttur í hennar starfsemi sem mér finnst mikilvægur sem er að tryggja fagmennsku við val á stjórnarmönnum fyrir hönd ríkisins. Ég myndi alltaf leggja áherslu á að viðhalda því, þannig að við færum ekki í pólitískar skipanir til dæmis í stjórn Landsbankans.“ „Ég er miklu meira að hugsa um hinn þáttinn sem er aðdragandi og ákvarðanir að sölu á ríkiseignum. Við erum sérstaklega að tala þar um Íslandsbanka og við formenn flokkanna tókum þá ákvörðun að hinkra með frekari sölu þar til við höfum fundið nýtt fyrirkomulag. Landsbankinn hefur ekki verið til sölu og verður það ekki.“ „Það eru nokkur atriði sem urðu til þess að við teljum rétt að fara í saumana á þessu skipulagi og fyrirkomulagi. Í millitíðinni hefur Bankasýslan bara sitt hlutverk.“ Sendi væna sneið á stjórnarandstöðuna Bjarni segir alrangt að bankinn hafi verið gefinn. Hann segir Íslandsbanka vera hátt metinn og hafa hækkað gríðarlega í höndum ríkisins. Hann segir bankinn hafi komið til ríkisins í aðgerð ríkisstjórnar sem hann hafi setið í á sínum tíma og að hinu megin í pólitík hafi verið flokkar sem hafi viljað fara aðra leið og hefðu aldrei tekið bankann yfir. „Þau höfðu enga trú á íslensku krónunni. Þetta er fólk sem studdi fyrstu Icesave samningana og þykist núna hafa efni á því að það sé verið að fara illa með íslenskan almenning. Þetta eru svo mikil öfugmæli og afbökun á sögulegum staðreyndum að mér ofbýður. Við erum hér með banka sem við tókum yfir og við höfum skapað 300 milljarða virði fyrir ríkissjóð og íslenskan almenning.“ Bjarni segir að hafa verði í huga hvernig ákvörðun um sölu bankans sé tekin. „Bankasýslan hefur frumkvæði að því að leggja til að við förum í þennan leiðangur sem endar í ráðherranefnd, í ríkisstjórn og fer svo fyrir tvær þingnefndir. Þar mætir Bankasýslan og útskýrir í hörgul hvernig þetta muni gerast og mjög augljóst að þetta gerist snögglega.“ „Margir þeirra sem sátu þessa fundi segja núna: „Ég kem af fjöllum, það sagði mér þetta enginn“. Jafnvel fólk sem er á nefndarálitum hér á Alþingi.“ Bjarni segir jafnframt að hann hafi engar skyldur borið varðandi það að skoða einstaka kaupendur í útboðinu. „Það er eitt ruglið í þessari umræðu að mér hafi borið að gera það. Hér er um að ræða útboð og við erum að framkvæma útboð á hlutlægum grunni. Þetta er ekki þannig að einhver hafi hringt í ríkið og sagst vilja kaupa og gera tilboð.“ „Ríkið fer í undirbúningsviðræður til að kanna eftirspurnina og kallar eftir áhuga. Upplýsingum er safnað saman um á hvaða verði og hversu mikið magn allir áhugasamir, hæfir fjárfestar vilja taka þátt. Til að ná þeim markmiðum sem Bankasýslunni var falið að ná þá leggur Bankasýslan til að gengið verði 117 og við seljum ákveðið magn. Þegar við höfum ákveðið verðið og magnið þá er engin ástæða fyrir ráðherra til að fara yfir kaupendalistann.“ „Röksemdafærsla stjórnarandstöðunnar er komin í hring. Fyrst var sagt að við hefðum handvalið kaupendur. Þegar það er hrakið þá koma menn og segja að fjármálaráðherra hefði átt að fara yfir listann og handvelja kaupendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sprengisandur Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi nú fyrir hádegið þar sem hann fór yfir sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi bæði stjórnarandstöðuna og fjölmiðla harðlega og sagði dapurlegt að hlusta á margt það sem er sagt. „Menn rjúka til og grípa allskonar hluti sem er fleygt fram. Kjarninn fer fram og segir að meirihluti hafi selt strax eftir útboðið. Þetta er alrangt og leiðrétt en ég er ennþá að hitta blaðamenn sem halda þessu fram við mig,“ sagði Bjarni í morgun. „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ bætir Bjarni við og segir að skoða þurfi hlutina af sanngirni. Bjarni gagnrýndi fjölmiðla á Sprengisandi í morgun.Vísir/Vilhelm Bjarni sagði ekki margt hafa farið úrskeiðis í söluferlinu. Fréttir hafa verið fluttar af innherjaviðskiptum þar sem meðal annars starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi keypt sjálfir og að makar starfsmanna í lífeyrissjóðum hafi keypt hluti. Þá var faðir Bjarna einn af kaupendum hlutabréfa. „Var honum bannað að kaupa?“, spurði Bjarni. „Þú ert að telja upp atriði sem eru til skoðunar og geta aldrei hafa verið á pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra í þessu ferli. Ef einhverjir þátttakendur í þessu ferli, sem hafa samninga og hlutverk, brjóta af sér í ferlinu og virða ekki trúnað, misfara með upplýsingar eða eru sekir um hagsmunaárekstra þá verður að sjálfsögðu tekið á því með viðeigandi hætti,“ bætir Bjarni við. „Við erum með eftirlitsstofnanir, eins og fjármálaeftirlit Seðlabankans, sem ég vænti að séu að skoða hvort hæfir fjárfestar eingöngu hafi tekið þátt og mögulega önnur atriði sem þeir hafa fengið ábendingar um. Við skoðum það bara.“ Segir öllum markmiðum hafa verið náð Bjarni tók ekki undir þau orð Kristjáns að fjármálamarkaðurinn hafi beðið hnekki vegna málsins. „Við erum stödd á dögunum eftir þetta útboð, það er rétt um mánuður liðinn. Ég ætla að hafna þeirri kenningu að fjármálamarkaðir hafi beðið hnekki,“ sagði hann og var þá bent á af Kristjáni að framkvæmd málsins væri ekki hafin yfir vafa. „Eldarnir brenna næst mér, ekki fjármálamörkuðunum. Ég ætla ekki að skjóta mér undan því að mæta og svara. Ég er mjög stoltur af því hvernig til hefur tekist að taka til í ríkisfjármálum, að losa okkur undan höftum sem hafa meðal annars skilað Íslandsbanka til okkar. Að við séum búin að skrá hann í miðjum heimsfaraldri og að við höfum séð hundrað milljarða hækkun á bankanum.“ „Einnig að við fórum í útboð þar sem var tiltölulega lítið frávik þrátt fyrir ofboðslega mikið magn bréfa sem var selt, við erum komin með dreifðan hluthafa upp á næstum 15.000 hluthafa. Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ „Menn eru að gera ágreining um það að mögulega hafi starfsmaður í einhverjum sjóði látið maka sinn kaupa. Ég segi þá bara að endilega skoðum það. Það er gott að Seðlabankinn fer ofan í það en við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. „Mér finnst þetta mjög há þóknun“ Bjarni tók hins vegar undir þau orð að kostnaður við útboðið hefði verið hár og hefur Bankasýslan sett fyrirvara um greiðslu þess kostnaðar. „Mér finnst þetta mjög há þóknun. Bankasýslan hefur hins vegar bent á að þetta sé innan við helmingur við þá þóknun sem var greidd síðast. Það var viðameiri framkvæmd því það var frumskráning. En við erum að selja fyrir sömu fjárhæð,“ segir Bjarni og bætir við að hann hafi spurst fyrir um þennan þátt málsins og fengið þær upplýsingar að kostnaðurinn sé í hærri kantinum og sumir vilji meina að hann sé alltof hár. „Ég hef ekki aðkomu að því að gera þennan samning. Í samhengi við verkefnið finnst mér þetta frekar há þóknun og þetta er þá kannski einn liðurinn þegar við hugsuðum um það hvort við ættum að gera þetta öðruvísi.“ Í vikunni var sagt frá því að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður „Hún er þarna ennþá og það er einn þáttur í hennar starfsemi sem mér finnst mikilvægur sem er að tryggja fagmennsku við val á stjórnarmönnum fyrir hönd ríkisins. Ég myndi alltaf leggja áherslu á að viðhalda því, þannig að við færum ekki í pólitískar skipanir til dæmis í stjórn Landsbankans.“ „Ég er miklu meira að hugsa um hinn þáttinn sem er aðdragandi og ákvarðanir að sölu á ríkiseignum. Við erum sérstaklega að tala þar um Íslandsbanka og við formenn flokkanna tókum þá ákvörðun að hinkra með frekari sölu þar til við höfum fundið nýtt fyrirkomulag. Landsbankinn hefur ekki verið til sölu og verður það ekki.“ „Það eru nokkur atriði sem urðu til þess að við teljum rétt að fara í saumana á þessu skipulagi og fyrirkomulagi. Í millitíðinni hefur Bankasýslan bara sitt hlutverk.“ Sendi væna sneið á stjórnarandstöðuna Bjarni segir alrangt að bankinn hafi verið gefinn. Hann segir Íslandsbanka vera hátt metinn og hafa hækkað gríðarlega í höndum ríkisins. Hann segir bankinn hafi komið til ríkisins í aðgerð ríkisstjórnar sem hann hafi setið í á sínum tíma og að hinu megin í pólitík hafi verið flokkar sem hafi viljað fara aðra leið og hefðu aldrei tekið bankann yfir. „Þau höfðu enga trú á íslensku krónunni. Þetta er fólk sem studdi fyrstu Icesave samningana og þykist núna hafa efni á því að það sé verið að fara illa með íslenskan almenning. Þetta eru svo mikil öfugmæli og afbökun á sögulegum staðreyndum að mér ofbýður. Við erum hér með banka sem við tókum yfir og við höfum skapað 300 milljarða virði fyrir ríkissjóð og íslenskan almenning.“ Bjarni segir að hafa verði í huga hvernig ákvörðun um sölu bankans sé tekin. „Bankasýslan hefur frumkvæði að því að leggja til að við förum í þennan leiðangur sem endar í ráðherranefnd, í ríkisstjórn og fer svo fyrir tvær þingnefndir. Þar mætir Bankasýslan og útskýrir í hörgul hvernig þetta muni gerast og mjög augljóst að þetta gerist snögglega.“ „Margir þeirra sem sátu þessa fundi segja núna: „Ég kem af fjöllum, það sagði mér þetta enginn“. Jafnvel fólk sem er á nefndarálitum hér á Alþingi.“ Bjarni segir jafnframt að hann hafi engar skyldur borið varðandi það að skoða einstaka kaupendur í útboðinu. „Það er eitt ruglið í þessari umræðu að mér hafi borið að gera það. Hér er um að ræða útboð og við erum að framkvæma útboð á hlutlægum grunni. Þetta er ekki þannig að einhver hafi hringt í ríkið og sagst vilja kaupa og gera tilboð.“ „Ríkið fer í undirbúningsviðræður til að kanna eftirspurnina og kallar eftir áhuga. Upplýsingum er safnað saman um á hvaða verði og hversu mikið magn allir áhugasamir, hæfir fjárfestar vilja taka þátt. Til að ná þeim markmiðum sem Bankasýslunni var falið að ná þá leggur Bankasýslan til að gengið verði 117 og við seljum ákveðið magn. Þegar við höfum ákveðið verðið og magnið þá er engin ástæða fyrir ráðherra til að fara yfir kaupendalistann.“ „Röksemdafærsla stjórnarandstöðunnar er komin í hring. Fyrst var sagt að við hefðum handvalið kaupendur. Þegar það er hrakið þá koma menn og segja að fjármálaráðherra hefði átt að fara yfir listann og handvelja kaupendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sprengisandur Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent