Handbolti

Patrekur: Ágætt tímabil í rauninni

Dagur Lárusson skrifar
Patrekur Jóhannesson

Stjörnumenn eru komnir í sumarfrí eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í dag.

,,Ég er virkilega svekktur með þessar síðustu fimm mínútur í leiknum, þær mínútur voru alveg úr takti við restina af leiknum hjá okkur,” byrjaði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik.

,,Í byrjun lendum við 6-3 undir en komust síðan inn í leikinn og náum forystunni. Í seinni komast þeir í 13-16, við komum aftur til baka og náum forystunni en síðan gerist þetta. Þegar fimm mínútur voru vantaði einfaldlega bara gæði, það er ekki hægt að vera með einhverjar afsakanir, við áttum bara að sigla þessu heim,” hélt Patrekur áfram.

Patrekur talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að sínir menn myndu vera harðari af sér í þessum leik og vill hann meina að þeir hafi verið það.

,,Já þeir voru frábærir hvað það varðar og það er það sem gerir þetta svo svekkjandi, það var alveg klárt í mínum huga að við vorum að fara aftur til Vestmannaeyja miðað við baráttuna sem við sýndum. En því miður klikkar eitthvað.”

Tímabilið því búið hjá Stjörnunni og sagði Patrekur að hann sé ágætlega sáttur við tímabilið.

,,Þetta var ágætt tímabil bara í rauninni, margt hefði mátt fara betur en núna strax á næstu dögum ætla ég að skoða þetta og halda síðan áfram,” endaði Patrekur á að segja eftir leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×