Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2022 07:17 Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. Í Kompás er rætt við fólk sem segist stunda kynlífsvinnu og krefst bættrar stöðu og sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Gríðalegt framboð er af klámi og vændi á Íslandi og með stuttri leit á netinu má finna hundruð einstaklinga sem bjóða fram ýmsa kynlífsþjónustu. Þar á meðal á Onlyfans sem hefur á stuttum tíma orðið vinsæll miðill fyrir viðskiptin. Þar getur fólk greitt fyrir aðgang að kynferðislegu efni og átt í persónulegum samskiptum við seljendur með ýmsum hætti. Sumir notast einnig við Instagram eða Snapchat á svipaðan máta og bjóða þar til dæmis fram kynferðisleg samskipti allan sólarhringinn gegn greiðslu. Segja má að mörkin á milli kláms og vændis hafi orðið óskýrari með nýjum miðlum og það getur jafnvel verið erfitt að greina þar á milli. Mörkin á milli kláms og vændis hafa orðið óskýrari með nýjum miðlum. Hér er boðið upp á persónuleg kynferðisleg samskipti í gegnum Snapchat gegn greiðslu.vísir/hjalti Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson eru í hópi þeirra sem framleiða klám á Onlyfans. „Stundum fantasíur og stundum bara svona venjulegt eins og fólk er að gera heima hjá sér,“ segir Ingólfur og lýsir efninu. „Við erum með gagnkynhneigt kynlíf og samkynhneigt kynlíf og alls konar,“ bætir Ósk við. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Mjög margir að vinna við þetta í leyni – sem ég skil mjög vel,“ segir Ósk og Ingólfur bætir við að margir vilji ekki sýna á sér andlitið. „En ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira.“ Auðvelt er að stofna reikning og áskriftarrás með nokkrum smellum. Síðan þarf einungis síma til að taka upp og deila efni með þeim sem borga fyrir. Tekjur haldast í hendur við fjölda áskrifenda sem Ósk og Ingólfur segja fylgja krafti í framleiðslu. Þegar nýtt efni streymir reglulega inn er Ósk með um sex hundruð áskrifendur sem greiða um tuttugu dollara á mánuði. Þegar vel árar geta mánaðartekjur hennar því að minnsta kosti numið um einni og hálfri milljón króna. Flestir áskrifendur hennar eru Íslendingar. Ósk segist hafa farið út í þetta eftir að hafa heyrt um Onlyfans frá vinkonu sinni en ekki vegna ráðaleysis. „Ég hugsaði bara að ég þyrfti að prófa þetta. Ég hef alltaf verið rosalega mikil kynvera og leitast í að performa eða leika, þessi leiklistarorka og þessi kynorka er svo sterk hjá mér.“ Algengt er að áskrifendur á Onlyfans biðji framleiðendur efnisins um að hitta sig. Ingólfur segir einhverja stunda það en að þau bjóði ekki upp á slíkt. „Það er bannað, Onlyfans er með reglur um þú mátt ekki hitta aðdáendur. En hver ætlar að banna það í raun? Ég bara vona að þeir framleiðendur fari varlega og séu ekki að fara út í eitthvað sem endar illa,“ segir Ósk. Flestir áskrifendur Óskar og Ingólfs eru Íslendingar.vísir/getty Stundum er vísað til þess að þróunin sem nú á sér stað með Only fans, auknar vinsældir þess og vilji fólks til að deila þar efni sé afleiðing klámvæðingarinnar. Komin er fram kynslóð sem hefur alist upp við auðvelt aðgengi að klámi á internetinu. Ekkert smá mikið femínista-múv „Það er oft notað gegn mér að þetta sé ekki femínískt og að ég sé að taka skref aftur á bak í femínisma. Að ég sé að gefa inn í þetta feðraveldi og klámvæðingu. Sem er ekki rétt og langt frá sannleikanum. Þessi vinna er með ljóta hlið og mjög góða hlið. Þessi ljóta hlið er með kastljósið á sér,“ segir Ósk. „Þar er aðili sem græðir á stelpum. Það er sex trafficking og þar er verið að uppdópa og þar eru nauðganir á meðan hitt er þessi hin hlið og það er það sem við erum að reyna stýra ljósinu á – til að sýna að það sé líka til.“ Á Only fans segist hún stjórna ferðinni, setja eigin mörk og taka eigin ákvarðanir. Það er ekkert smá mikið femínista múv að við stelpurnar skulum vera að taka ábyrgð á okkar eigin líkama. Að við tökum þessa ákvörðun um að við viljum sýna þennan líkama, þennan fallega líkama sem við erum með. Á sama tíma og framleiðslan er bönnuð í íslenskum lögum eykst hún fyrir opnum tjöldum. Þrátt fyrir að lögfræðileg álitamál gætu vaknað með Onlyfans þar sem efnið er í raun hýst í útlöndum hefur lögregla sagt að til greina komi að gera tekjur af því upptækar, enda af ólöglegri starfsemi. Lögregla hefur sagt að til greina komi að gera tekjur af Onlyfans upptækar.Vísir/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur það hins vegar ekki verið gert. Kynferðisbrotadeildin er hlaðin verkefnumog líkurnar á að ráðist verði í átak gegn framleiðslunni eru sagðar hverfandi. Þarf að huga að öryggi fólks Ósk og Ingólfur telja klámbannið úrelt og segja fólk sem stundar kynlífsvinnu ekki glæpamenn. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál.“ En efnið er ekki einungis bannað heldur þykir mörgum það siðferðislega vafasamt. Ósk og Ingólfur segjast mæta miklum fordómum og að fjölskyldumeðlimir hafi jafnvel hætt að tala við þau vegna starfsins. Mest verði þau vör við baktal og illt umtal á netinu. Að við séum sóðaleg, að við séum pakk og við séum ekki siðferðislega í lagi, vitlaus og að eitra fyrir börnunum, að rómatínsera ógeðslegan iðnað, slæmar fyrirmyndir fyrir krakkana. Skiljið þið þetta að einhverju leyti? „Já, eða ég skil þetta ekki en ég skil hvað er í gangi. Þetta er náttúrulega bara búið að vera tabú forever. Og það er lengi búið að reyna koma þessu út úr þessu tabú dæmi því þetta þarf ekki að vera tabú. Af hverju að stimpla eitthvað með svona ljótum stimpil þegar þetta er að fara vera að eilífu til staðar og hefur alltaf verið til staðar.“ Það er ekki einungis klámbannið sem fólk sem selur ýmiss konar kynlífsþjónustu staldrar við. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í grasrótarsamtökum sem nefnast Rauða regnhlífin og sinna hagsmunagæslu fyrir fólk í kynlífstengdum störfum. Stundum skemmtilegt, stundum ekkert Logn seldi kynlíf um þriggja ára skeið og segist í raun hafa litið á það sem hvert annað starf. „Mér fannst þetta ekkert verra en margt annað. Mín upplifun er líka sú að stundum var þetta skemmtilegt, stundum var þetta leiðinlegt, stundum var þetta ekkert. Stundum var ég bara að hugsa um hvað ég vildi borða í kvöld.“ Renata starfaði sem strippari í Berlín en framleiðir í dag efni á Onlyfans. „Ég flutti til Berlínar þegar ég var átján að verða nítján. Og síðan sótti ég um fullt af störfum og var líka í tungumálanámi. Ég fékk engin svör frá störfum sem ég hafði sótt um og hafði alltaf hugsað að ef ekkert virkar fer ég bara að strippa. Ég er mjög forvitin manneskja þannig að allt svona tabú og það sem fólk vill ekki tala um - það langar mig alltaf að tala um. Þannig ég bara endaði með að fara á vakt, prófaði þetta. Fór á sviðið og mér bara líkaði vel við þetta.“ Vilja eiga rödd í umræðunni Þau segja rætur fordóma gegn sér liggja djúpt í samfélaginu og krefjast breytinga. „Það er kominn tími á að kynlífsverkafólk hafi alvöru rödd í samfélaginu. Það sem við þekkjum frá kynlífsverkafólki eru dulin viðtöl þar sem röddinni er breytt og allt er svart í bakgrunninum. Enginn þorir að segja neitt og við vildum breyta því,“ segir Logn. Hán segir fólk sem selur kynlífsþjónustu oft einangrað. „Það sem við höfum heyrt frá fólkinu okkar, samfélaginu okkar á Íslandi er að fólk er svolítið eitt. Þorir ekki að segja neinum frá út af fordómum, fólk þorir ekki að koma fram og þorir ekki að segja fjölskyldunni af því það eru svo miklir fordómar. Það er svo normalíserað í íslensku samfélagi að beita kynlífsverkafólk ofbeldi.“ Rauða regnhlífin á systursamtök víða um heim og meginstefið í baráttu þeirra er krafa um afglæpavæðingu á vændi. Hugtak sem margir þekkja í tengslum við neysluskammta af fíkniefnum en baráttufólkið hér telur sömu sjónarmið um skaðaminnkun eiga við kynlífsþjónustu. Samkvæmt almennum hegningarlögum er sala á vændi leyfð en kaup og milliganga ólögleg.vísir/Vilhelm Í íslenskri löggjöf gildir sænska leiðin um vændi. Í því felst að að sala er leyfð en kaupin ólögleg. Flest vændismál koma á borð lögreglu eftir frumkvæðisrannsókn. Málafjöldinn tók stökk árið 2013 þegar þau voru 165, sem má rekja til sérstaks átaks hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Árið eftir voru málin einungis þrettán og hélst málafjöldinn í lágmarki þar til árið 2018 þegar þeim fór að fjölga á ný. Vændiskaupamálum á borði lögreglu fjölgaði á milli ára og voru 39 í fyrra.vísir/Rúnar Rauða regnhlífin heldur því fram að fólk sem stundar kynlífsvinnu sé enn sett í viðkvæma stöðu undir núgildandi löggjöf og að starfseminni sé þrýst í undirheimana. Logn telur einn stóran kost við afglæpavæðingu vera að fólk geti gefið upp sínar tekjur, greitt af þeim skatta - og átt sömu réttindi og annað vinnandi fólk. Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu. „Það var einu sinni sem ég lenti í því að mér var ekki borgað rétt. En ég hafði aðgang að stéttarfélagi sem heitir heimssamband verkafólks í landinu sem ég var að vinna í. Það er eina stéttarfélagið sem tekur á móti fólki í kynlífsvinnu. Og ég fékk aðstoð frá þeim við að fá peninginn til baka,“ segir Logn og leggur áherslu á mikilvægi þess að geta leitað til hagsmunasamtaka eða stéttarfélags. Þau segja fólk í kynlífsvinnu oft hika við að leita til yfirvalda. Þrátt fyrir að salan sé ekki glæpur mæti það fordómum og eigi á hættu að missa lífsviðurværið. „Við höfum heyrt sögur um að fólk segi ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að verða vaktað hjá lögreglu eða hrætt við viðmótið, að þetta sé svona já við hverju bjóstu þú ert í þessu starfi.“ Renata segir að auðveldara væri að kanna bakgrunn mögulegra kúnna ef kaupin væru ekki ólögleg.vísir/Adelina Logn og Renata segja löggjöfina leiða til þess að kaupendur þori ekki að koma fram undir réttu nafni. Viðskiptin fari fram í eins konar húsasundum internetsins. „Það er ólöglegt að auglýsa þessa þjónustu og það gerir að verkum að það er erfiðara að finna góða kúnna. Lögregla vaktar síður og sendir skilaboð um að það sé ekki í lagi að auglýsa til að hindra það. En það þýðir að viðskiptin fara bara á Facebook þar sem er kannski minna öryggi. Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Er þetta einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur?“ segir Renata. „Í dag er þetta mikið þannig að fólk er að kaupa sér símkort til að vera ekki rekjanlegur. Kúnnum finnst þeir skiljanlega ekki öruggir af því þeir eru að brjóta lög. Það er því ekki hægt að halda utan um hver er ofbeldismaður,“ bætir Logn við. Hugmyndin um afglæpavæðingu vændis er ekki byltingarkennd. Skrefið var stigið í Nýja-Sjálandi árið 2003 og þá varð Belgía fyrsta Evrópulandið til þess að afglæpavæða vændi fyrr á þessu ári. Þar var kórónuveirufaraldurinn sagður hafa varpað ljósi á erfiða stöðu þeirra sem selja kynlífsþjónustu - voru í veikri stöðu eftir tekjumissi og höfðu lítil sem engin réttindi. Við viljum að kynlífsverkafólk geti leitað þjónustu á sínum forsendum. „Það er svo mikilvægt að þjónustan sé á okkar forsendum af því að það er svo oft sem hún er bara veitt ef þú ætlar að hætta. En við verðum að bera virðingu fyrir því að fólk geri þetta og virða sjálfsákvörðunarrétt fólks til að gera það sem því líkar með líkama sinn,“ segir Logn. Þrátt fyrir að nýir miðlar á borð við Only fans marki ákveðin kaflaskil virðast sömu vandamál og hafa ætíð fylgt kynlífsvinnu fylgja fast á eftir. Konur sem selja efni á Onlyfans hafa leitað sér hjálpar á Stígamótum. Finnst hafa verið gengið yfir sín mörk í framleiðslunni eða brotið á sér þegar efni er dreift áfram „Við erum búin að vera sjá vændi eða klám sem er á vefnum vera að breytast yfir svona tíu ára tímabil. Vissulega höfum við verið að fá fleiri mál sem tengjast á einn eða annan hátt Onlyfans undanfarið en gjarnan er það þannig með allt kynferðisofbeldi að fólk leitar sér oft ekkert hjálpar fyrr en mörgum árum eftir að atburðirnir áttu sér stað,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Normalíserar að kaupa þjónustu Þessu fylgi ákveðnar breytingar. „Það lækkar talsvert þröskuldinn inn í það að kaupa, að kaupa þennan aðgang. Fyrir marga unga karla sérstaklega sem eru aldir upp með klámi og internetinu, þeir eru mjög vanir því að horfa á klám og síðan gefst þeim kostur á að borga stelpu sem þeir kannast við fyrir aðgang að hennar efni þannig að þröskuldurinn er lægri að stíga inn í þetta. Það hefur aukist að fleiri eru að kaupa einhvers konar þjónustu í vændis og klámheiminum.“ Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.vísir/Adelina Hefurðu áhyggjur af þessari þróun? „Já, vegna þess að þegar raddirnar verða háar um að þetta sé þægileg innivinna sjáum við strax unglinga sem fara inn í þetta. Við fáum dæmi um fjórtán og sextán ára sem eru að reyna opna reikning vegna þess að þau sjá þetta sem leið. Maður sér strax í orðræðu foreldra sem eru ekki vissir hvernig þeir eiga að stíga inn í þetta. Hugsa kannski: „Er hún upprennandi only fans stjarna eða er þetta stafrænt kynferðisbrot?“ Þetta afmáir svolítið mörkin þarna á milli og normalíserar að kaupa kynlíf,“ segir Steinunn. Stígamót setja klám, Only Fans, vændi og aðra kynlífsvinnu undir sama hatt og vísa til alvarlegra afleiðinga hjá þeim sem leita til samtakanna. „Vegna þess að þannig er það sem fólkið sem hingað kemur upplifir þessa stöðu. Það upplifir að það missi völdin yfir eigin líkama og upplifir síðan þessar gríðarlegu afleiðingar í kjölfarið og þess vegna lítum við á allt sem tengist sölu á klámi og vændi sem kynferðisofbeldi.“ Glíma við þunglyndi og kvíða eftir vændi Um tuttugu til fjörutíu konur eru á hverjum tíma í viðtölum og sjálfshjálparhópum á Stígamótum vegna vændis. Sumar þurfa á hjálpinni að halda í fleiri ár en aðrar í styttri tíma. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á viðtölum og spurningalistum tæplega eitt hundrað kvenna sem leituðu þangað á árunum 2013 til 2020 vegna vændis virðast þær glíma að sumu leyti við verri sjálfsmynd, og glíma fremur við þunglyndi, kvíða og skömm en samanburðarhópurinn - það er konur sem leita á Stígamót eftir nauðgun. „Það sem þær segja er að þetta er endurtekið ofbeldi, það veldur því að þær aftengjast sér og líkama sínum og það veldur mjög erfiðum sálrænum afleiðingum. Hin ástæðan er að þær upplifa aukalag af skömm af því þær upplifa að þær hafi sjálfar sett sig í þessar aðstæður, að ofbeldið sé algjörlega þeim að kenna og samfélagsumræðan styður það.“ Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/rúnar Um sjötíu og tvö prósent þeirra kvenna sem leituðu til Stígamóta á fyrrgreindu tímabili segjast glíma við sjálfsvígshugsanir eftir vændi, saman borið við um fjörutíu og þrjú prósent þeirra sem hafði verið nauðgað. Hlutfallslega segjast um tvöfalt fleiri sem hafa verið í vændi hafa unnið sér einhvers konar sjálfsskaða og vera með átröskun. Rannsóknin ber einnig með sér hversu fá vændiskaupamál rata á borð lögreglu þar sem um sjötíu prósent kvennanna segja að kaupandi sinnar þjónustu hafi ekki verið tilkynntur til lögreglu. Vill harðari refsistefnu Steinunn telur að afglæpavæðingu myndi fylgja aukið framboð. Þar með muni fleiri bera skaða af vændi - og vill raunar harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur – að valda þessu. Konur sem hafa verið í vændi hafa bent á að vegna þess hve refsiramminn á Íslandi er lítill, það er bara gert ráð fyrir eins árs fangelsi, fyrnast brotin hratt. Konur eru oft ekki tilbúnar að vinna út úr þessu strax. Ég styð þær hugmyndir. Þess vegna hefur verið bent á að það þurfi að rýmka þennan refsiramma og ég skil það.“ Fréttastofa mun á næstu dögum halda áfram umfjöllun sinni um vændi og klám. Hafir þú ábendingar um efnið minnum við á netfangið okkar, kompas@stod2.is. Kompás Vændi Klám Lögreglan Kynferðisofbeldi Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Í Kompás er rætt við fólk sem segist stunda kynlífsvinnu og krefst bættrar stöðu og sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Gríðalegt framboð er af klámi og vændi á Íslandi og með stuttri leit á netinu má finna hundruð einstaklinga sem bjóða fram ýmsa kynlífsþjónustu. Þar á meðal á Onlyfans sem hefur á stuttum tíma orðið vinsæll miðill fyrir viðskiptin. Þar getur fólk greitt fyrir aðgang að kynferðislegu efni og átt í persónulegum samskiptum við seljendur með ýmsum hætti. Sumir notast einnig við Instagram eða Snapchat á svipaðan máta og bjóða þar til dæmis fram kynferðisleg samskipti allan sólarhringinn gegn greiðslu. Segja má að mörkin á milli kláms og vændis hafi orðið óskýrari með nýjum miðlum og það getur jafnvel verið erfitt að greina þar á milli. Mörkin á milli kláms og vændis hafa orðið óskýrari með nýjum miðlum. Hér er boðið upp á persónuleg kynferðisleg samskipti í gegnum Snapchat gegn greiðslu.vísir/hjalti Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson eru í hópi þeirra sem framleiða klám á Onlyfans. „Stundum fantasíur og stundum bara svona venjulegt eins og fólk er að gera heima hjá sér,“ segir Ingólfur og lýsir efninu. „Við erum með gagnkynhneigt kynlíf og samkynhneigt kynlíf og alls konar,“ bætir Ósk við. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Mjög margir að vinna við þetta í leyni – sem ég skil mjög vel,“ segir Ósk og Ingólfur bætir við að margir vilji ekki sýna á sér andlitið. „En ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira.“ Auðvelt er að stofna reikning og áskriftarrás með nokkrum smellum. Síðan þarf einungis síma til að taka upp og deila efni með þeim sem borga fyrir. Tekjur haldast í hendur við fjölda áskrifenda sem Ósk og Ingólfur segja fylgja krafti í framleiðslu. Þegar nýtt efni streymir reglulega inn er Ósk með um sex hundruð áskrifendur sem greiða um tuttugu dollara á mánuði. Þegar vel árar geta mánaðartekjur hennar því að minnsta kosti numið um einni og hálfri milljón króna. Flestir áskrifendur hennar eru Íslendingar. Ósk segist hafa farið út í þetta eftir að hafa heyrt um Onlyfans frá vinkonu sinni en ekki vegna ráðaleysis. „Ég hugsaði bara að ég þyrfti að prófa þetta. Ég hef alltaf verið rosalega mikil kynvera og leitast í að performa eða leika, þessi leiklistarorka og þessi kynorka er svo sterk hjá mér.“ Algengt er að áskrifendur á Onlyfans biðji framleiðendur efnisins um að hitta sig. Ingólfur segir einhverja stunda það en að þau bjóði ekki upp á slíkt. „Það er bannað, Onlyfans er með reglur um þú mátt ekki hitta aðdáendur. En hver ætlar að banna það í raun? Ég bara vona að þeir framleiðendur fari varlega og séu ekki að fara út í eitthvað sem endar illa,“ segir Ósk. Flestir áskrifendur Óskar og Ingólfs eru Íslendingar.vísir/getty Stundum er vísað til þess að þróunin sem nú á sér stað með Only fans, auknar vinsældir þess og vilji fólks til að deila þar efni sé afleiðing klámvæðingarinnar. Komin er fram kynslóð sem hefur alist upp við auðvelt aðgengi að klámi á internetinu. Ekkert smá mikið femínista-múv „Það er oft notað gegn mér að þetta sé ekki femínískt og að ég sé að taka skref aftur á bak í femínisma. Að ég sé að gefa inn í þetta feðraveldi og klámvæðingu. Sem er ekki rétt og langt frá sannleikanum. Þessi vinna er með ljóta hlið og mjög góða hlið. Þessi ljóta hlið er með kastljósið á sér,“ segir Ósk. „Þar er aðili sem græðir á stelpum. Það er sex trafficking og þar er verið að uppdópa og þar eru nauðganir á meðan hitt er þessi hin hlið og það er það sem við erum að reyna stýra ljósinu á – til að sýna að það sé líka til.“ Á Only fans segist hún stjórna ferðinni, setja eigin mörk og taka eigin ákvarðanir. Það er ekkert smá mikið femínista múv að við stelpurnar skulum vera að taka ábyrgð á okkar eigin líkama. Að við tökum þessa ákvörðun um að við viljum sýna þennan líkama, þennan fallega líkama sem við erum með. Á sama tíma og framleiðslan er bönnuð í íslenskum lögum eykst hún fyrir opnum tjöldum. Þrátt fyrir að lögfræðileg álitamál gætu vaknað með Onlyfans þar sem efnið er í raun hýst í útlöndum hefur lögregla sagt að til greina komi að gera tekjur af því upptækar, enda af ólöglegri starfsemi. Lögregla hefur sagt að til greina komi að gera tekjur af Onlyfans upptækar.Vísir/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur það hins vegar ekki verið gert. Kynferðisbrotadeildin er hlaðin verkefnumog líkurnar á að ráðist verði í átak gegn framleiðslunni eru sagðar hverfandi. Þarf að huga að öryggi fólks Ósk og Ingólfur telja klámbannið úrelt og segja fólk sem stundar kynlífsvinnu ekki glæpamenn. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál.“ En efnið er ekki einungis bannað heldur þykir mörgum það siðferðislega vafasamt. Ósk og Ingólfur segjast mæta miklum fordómum og að fjölskyldumeðlimir hafi jafnvel hætt að tala við þau vegna starfsins. Mest verði þau vör við baktal og illt umtal á netinu. Að við séum sóðaleg, að við séum pakk og við séum ekki siðferðislega í lagi, vitlaus og að eitra fyrir börnunum, að rómatínsera ógeðslegan iðnað, slæmar fyrirmyndir fyrir krakkana. Skiljið þið þetta að einhverju leyti? „Já, eða ég skil þetta ekki en ég skil hvað er í gangi. Þetta er náttúrulega bara búið að vera tabú forever. Og það er lengi búið að reyna koma þessu út úr þessu tabú dæmi því þetta þarf ekki að vera tabú. Af hverju að stimpla eitthvað með svona ljótum stimpil þegar þetta er að fara vera að eilífu til staðar og hefur alltaf verið til staðar.“ Það er ekki einungis klámbannið sem fólk sem selur ýmiss konar kynlífsþjónustu staldrar við. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í grasrótarsamtökum sem nefnast Rauða regnhlífin og sinna hagsmunagæslu fyrir fólk í kynlífstengdum störfum. Stundum skemmtilegt, stundum ekkert Logn seldi kynlíf um þriggja ára skeið og segist í raun hafa litið á það sem hvert annað starf. „Mér fannst þetta ekkert verra en margt annað. Mín upplifun er líka sú að stundum var þetta skemmtilegt, stundum var þetta leiðinlegt, stundum var þetta ekkert. Stundum var ég bara að hugsa um hvað ég vildi borða í kvöld.“ Renata starfaði sem strippari í Berlín en framleiðir í dag efni á Onlyfans. „Ég flutti til Berlínar þegar ég var átján að verða nítján. Og síðan sótti ég um fullt af störfum og var líka í tungumálanámi. Ég fékk engin svör frá störfum sem ég hafði sótt um og hafði alltaf hugsað að ef ekkert virkar fer ég bara að strippa. Ég er mjög forvitin manneskja þannig að allt svona tabú og það sem fólk vill ekki tala um - það langar mig alltaf að tala um. Þannig ég bara endaði með að fara á vakt, prófaði þetta. Fór á sviðið og mér bara líkaði vel við þetta.“ Vilja eiga rödd í umræðunni Þau segja rætur fordóma gegn sér liggja djúpt í samfélaginu og krefjast breytinga. „Það er kominn tími á að kynlífsverkafólk hafi alvöru rödd í samfélaginu. Það sem við þekkjum frá kynlífsverkafólki eru dulin viðtöl þar sem röddinni er breytt og allt er svart í bakgrunninum. Enginn þorir að segja neitt og við vildum breyta því,“ segir Logn. Hán segir fólk sem selur kynlífsþjónustu oft einangrað. „Það sem við höfum heyrt frá fólkinu okkar, samfélaginu okkar á Íslandi er að fólk er svolítið eitt. Þorir ekki að segja neinum frá út af fordómum, fólk þorir ekki að koma fram og þorir ekki að segja fjölskyldunni af því það eru svo miklir fordómar. Það er svo normalíserað í íslensku samfélagi að beita kynlífsverkafólk ofbeldi.“ Rauða regnhlífin á systursamtök víða um heim og meginstefið í baráttu þeirra er krafa um afglæpavæðingu á vændi. Hugtak sem margir þekkja í tengslum við neysluskammta af fíkniefnum en baráttufólkið hér telur sömu sjónarmið um skaðaminnkun eiga við kynlífsþjónustu. Samkvæmt almennum hegningarlögum er sala á vændi leyfð en kaup og milliganga ólögleg.vísir/Vilhelm Í íslenskri löggjöf gildir sænska leiðin um vændi. Í því felst að að sala er leyfð en kaupin ólögleg. Flest vændismál koma á borð lögreglu eftir frumkvæðisrannsókn. Málafjöldinn tók stökk árið 2013 þegar þau voru 165, sem má rekja til sérstaks átaks hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Árið eftir voru málin einungis þrettán og hélst málafjöldinn í lágmarki þar til árið 2018 þegar þeim fór að fjölga á ný. Vændiskaupamálum á borði lögreglu fjölgaði á milli ára og voru 39 í fyrra.vísir/Rúnar Rauða regnhlífin heldur því fram að fólk sem stundar kynlífsvinnu sé enn sett í viðkvæma stöðu undir núgildandi löggjöf og að starfseminni sé þrýst í undirheimana. Logn telur einn stóran kost við afglæpavæðingu vera að fólk geti gefið upp sínar tekjur, greitt af þeim skatta - og átt sömu réttindi og annað vinnandi fólk. Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu. „Það var einu sinni sem ég lenti í því að mér var ekki borgað rétt. En ég hafði aðgang að stéttarfélagi sem heitir heimssamband verkafólks í landinu sem ég var að vinna í. Það er eina stéttarfélagið sem tekur á móti fólki í kynlífsvinnu. Og ég fékk aðstoð frá þeim við að fá peninginn til baka,“ segir Logn og leggur áherslu á mikilvægi þess að geta leitað til hagsmunasamtaka eða stéttarfélags. Þau segja fólk í kynlífsvinnu oft hika við að leita til yfirvalda. Þrátt fyrir að salan sé ekki glæpur mæti það fordómum og eigi á hættu að missa lífsviðurværið. „Við höfum heyrt sögur um að fólk segi ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að verða vaktað hjá lögreglu eða hrætt við viðmótið, að þetta sé svona já við hverju bjóstu þú ert í þessu starfi.“ Renata segir að auðveldara væri að kanna bakgrunn mögulegra kúnna ef kaupin væru ekki ólögleg.vísir/Adelina Logn og Renata segja löggjöfina leiða til þess að kaupendur þori ekki að koma fram undir réttu nafni. Viðskiptin fari fram í eins konar húsasundum internetsins. „Það er ólöglegt að auglýsa þessa þjónustu og það gerir að verkum að það er erfiðara að finna góða kúnna. Lögregla vaktar síður og sendir skilaboð um að það sé ekki í lagi að auglýsa til að hindra það. En það þýðir að viðskiptin fara bara á Facebook þar sem er kannski minna öryggi. Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Er þetta einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur?“ segir Renata. „Í dag er þetta mikið þannig að fólk er að kaupa sér símkort til að vera ekki rekjanlegur. Kúnnum finnst þeir skiljanlega ekki öruggir af því þeir eru að brjóta lög. Það er því ekki hægt að halda utan um hver er ofbeldismaður,“ bætir Logn við. Hugmyndin um afglæpavæðingu vændis er ekki byltingarkennd. Skrefið var stigið í Nýja-Sjálandi árið 2003 og þá varð Belgía fyrsta Evrópulandið til þess að afglæpavæða vændi fyrr á þessu ári. Þar var kórónuveirufaraldurinn sagður hafa varpað ljósi á erfiða stöðu þeirra sem selja kynlífsþjónustu - voru í veikri stöðu eftir tekjumissi og höfðu lítil sem engin réttindi. Við viljum að kynlífsverkafólk geti leitað þjónustu á sínum forsendum. „Það er svo mikilvægt að þjónustan sé á okkar forsendum af því að það er svo oft sem hún er bara veitt ef þú ætlar að hætta. En við verðum að bera virðingu fyrir því að fólk geri þetta og virða sjálfsákvörðunarrétt fólks til að gera það sem því líkar með líkama sinn,“ segir Logn. Þrátt fyrir að nýir miðlar á borð við Only fans marki ákveðin kaflaskil virðast sömu vandamál og hafa ætíð fylgt kynlífsvinnu fylgja fast á eftir. Konur sem selja efni á Onlyfans hafa leitað sér hjálpar á Stígamótum. Finnst hafa verið gengið yfir sín mörk í framleiðslunni eða brotið á sér þegar efni er dreift áfram „Við erum búin að vera sjá vændi eða klám sem er á vefnum vera að breytast yfir svona tíu ára tímabil. Vissulega höfum við verið að fá fleiri mál sem tengjast á einn eða annan hátt Onlyfans undanfarið en gjarnan er það þannig með allt kynferðisofbeldi að fólk leitar sér oft ekkert hjálpar fyrr en mörgum árum eftir að atburðirnir áttu sér stað,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Normalíserar að kaupa þjónustu Þessu fylgi ákveðnar breytingar. „Það lækkar talsvert þröskuldinn inn í það að kaupa, að kaupa þennan aðgang. Fyrir marga unga karla sérstaklega sem eru aldir upp með klámi og internetinu, þeir eru mjög vanir því að horfa á klám og síðan gefst þeim kostur á að borga stelpu sem þeir kannast við fyrir aðgang að hennar efni þannig að þröskuldurinn er lægri að stíga inn í þetta. Það hefur aukist að fleiri eru að kaupa einhvers konar þjónustu í vændis og klámheiminum.“ Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.vísir/Adelina Hefurðu áhyggjur af þessari þróun? „Já, vegna þess að þegar raddirnar verða háar um að þetta sé þægileg innivinna sjáum við strax unglinga sem fara inn í þetta. Við fáum dæmi um fjórtán og sextán ára sem eru að reyna opna reikning vegna þess að þau sjá þetta sem leið. Maður sér strax í orðræðu foreldra sem eru ekki vissir hvernig þeir eiga að stíga inn í þetta. Hugsa kannski: „Er hún upprennandi only fans stjarna eða er þetta stafrænt kynferðisbrot?“ Þetta afmáir svolítið mörkin þarna á milli og normalíserar að kaupa kynlíf,“ segir Steinunn. Stígamót setja klám, Only Fans, vændi og aðra kynlífsvinnu undir sama hatt og vísa til alvarlegra afleiðinga hjá þeim sem leita til samtakanna. „Vegna þess að þannig er það sem fólkið sem hingað kemur upplifir þessa stöðu. Það upplifir að það missi völdin yfir eigin líkama og upplifir síðan þessar gríðarlegu afleiðingar í kjölfarið og þess vegna lítum við á allt sem tengist sölu á klámi og vændi sem kynferðisofbeldi.“ Glíma við þunglyndi og kvíða eftir vændi Um tuttugu til fjörutíu konur eru á hverjum tíma í viðtölum og sjálfshjálparhópum á Stígamótum vegna vændis. Sumar þurfa á hjálpinni að halda í fleiri ár en aðrar í styttri tíma. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á viðtölum og spurningalistum tæplega eitt hundrað kvenna sem leituðu þangað á árunum 2013 til 2020 vegna vændis virðast þær glíma að sumu leyti við verri sjálfsmynd, og glíma fremur við þunglyndi, kvíða og skömm en samanburðarhópurinn - það er konur sem leita á Stígamót eftir nauðgun. „Það sem þær segja er að þetta er endurtekið ofbeldi, það veldur því að þær aftengjast sér og líkama sínum og það veldur mjög erfiðum sálrænum afleiðingum. Hin ástæðan er að þær upplifa aukalag af skömm af því þær upplifa að þær hafi sjálfar sett sig í þessar aðstæður, að ofbeldið sé algjörlega þeim að kenna og samfélagsumræðan styður það.“ Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/rúnar Um sjötíu og tvö prósent þeirra kvenna sem leituðu til Stígamóta á fyrrgreindu tímabili segjast glíma við sjálfsvígshugsanir eftir vændi, saman borið við um fjörutíu og þrjú prósent þeirra sem hafði verið nauðgað. Hlutfallslega segjast um tvöfalt fleiri sem hafa verið í vændi hafa unnið sér einhvers konar sjálfsskaða og vera með átröskun. Rannsóknin ber einnig með sér hversu fá vændiskaupamál rata á borð lögreglu þar sem um sjötíu prósent kvennanna segja að kaupandi sinnar þjónustu hafi ekki verið tilkynntur til lögreglu. Vill harðari refsistefnu Steinunn telur að afglæpavæðingu myndi fylgja aukið framboð. Þar með muni fleiri bera skaða af vændi - og vill raunar harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur – að valda þessu. Konur sem hafa verið í vændi hafa bent á að vegna þess hve refsiramminn á Íslandi er lítill, það er bara gert ráð fyrir eins árs fangelsi, fyrnast brotin hratt. Konur eru oft ekki tilbúnar að vinna út úr þessu strax. Ég styð þær hugmyndir. Þess vegna hefur verið bent á að það þurfi að rýmka þennan refsiramma og ég skil það.“ Fréttastofa mun á næstu dögum halda áfram umfjöllun sinni um vændi og klám. Hafir þú ábendingar um efnið minnum við á netfangið okkar, kompas@stod2.is.
Kompás Vændi Klám Lögreglan Kynferðisofbeldi Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira